Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 66
66 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011
Fyrirtækið var form lega stofnað í júlí 2010 en undir bún ingur hófst fyrr. Stofnendur og
starfs menn eru þeir Guðmund
ur Hafsteinsson, sem lengi var
framkvæmdastjóri trygginga
mála hjá Atlanta og Avion
Group og kom að kaupum
trygginga bæði hérlendis og
erlendis, og Lárus H. Lárusson,
sem starfaði hjá Almennum
trygg ingum og síðar Sjóvá Al
mennum tryggingum:
sérhæfing í tryggingaráðgjöf til
fyrirtækja og stofnana
„Við höfum báðir starfað við
tryggingar í fjölda ára og fund
um fyrir ákveðinni vöntun á
óháðri ráðgjöf. Flestir sem nú
starfa á markaði eru beint eða
óbeint tengdir tryggingafélög
unum, sem vissulega eru hæf
og veita góða þjónustu á sínum
sviðum.
Consello er ráðgjafar og
þekk ingarfyrirtæki sem sérhæfir
sig í vátryggingaráðgjöf til
fyrir tækja og stofnana um innri
fram kvæmd vátrygg inga, mati
á vátryggingaþörf, áhættugrein
ingu og aðstoð við útboð/
endurnýjun. Við bjóðum einnig
upp á úthýsingu daglegrar
umsýslu trygginga.
Við leggjum áherslu á að við
erum ekki tryggingamiðlun
og störfum algerlega ótengdir
tryggingafélögum.
Í mörgum fyrirtækjum eru
tryggingar hornreka. Ábyrgð
þessa málaflokks er oft sett á
herðar einhvers starfsmanns,
sem „neyðist“ til að sjá um
þessi mál. Þetta verður afgangs
verkefni og við þekkjum flest
viðhorfið að tryggingar séu
leiðinlegar og óskiljanlegar.
Margir stjórnendur halda að nægj anlegt sé að
hlaupa til á síðustu dögum
fyrir endur nýjun og klára
málin. Við bendum fyrirtækjum
á hvaða leiðir þau geta farið
við að tryggja fyrirtækið og að
með vönduðum vinnubrögðum
eru líkur á betri iðgjöldum og
trygg ingavernd.
Consello hefur að undanförnu komið að trygginga
málum nokk urra öflugra
fyrir tækja með góðum árangri
og má þar nefna m.a. að eitt
verk efnið er stýring á útboði
skv. reglugerðum Evrópska
efnahagssvæðisins.“
Consello er ráðgjafarfyrirtæki sem bætir vinnubrögð og meðferð tryggingamála innan fyrirtækja og stofnana. Fyrirtækið byggir
á þekkingu og reynslu eigenda þess á stjórnun trygginga bæði hér á landi og erlendis. Markmið fyrirtækisins er að ná fram
hagræðingu fyrir viðskiptavini.
vantaði óháða ráðgjöf á markaðinn
Lárus H. Lárusson og Guðmundur Hafsteinsson, eigendur Consello.
„Við leggjum áherslu
á að við erum ekki
tryggingamiðlun og
störfum algerlega
ótengdir trygginga
félögum.“