Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 66

Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 66
66 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 Fyrirtækið var form ­lega stofnað í júlí 2010 en undir bún ­ingur hófst fyrr. Stofnendur og starfs menn eru þeir Guðmund­ ur Hafsteinsson, sem lengi var framkvæmdastjóri trygginga ­ mála hjá Atlanta og Avion Group og kom að kaupum trygginga bæði hérlendis og erlendis, og Lárus H. Lárusson, sem starfaði hjá Almennum trygg ingum og síðar Sjóvá Al ­ mennum tryggingum: sérhæfing í tryggingaráðgjöf til fyrirtækja og stofnana „Við höfum báðir starfað við tryggingar í fjölda ára og fund ­ um fyrir ákveðinni vöntun á óháðri ráðgjöf. Flestir sem nú starfa á markaði eru beint eða óbeint tengdir tryggingafélög­ unum, sem vissulega eru hæf og veita góða þjónustu á sínum sviðum. Consello er ráðgjafar­ og þekk ingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í vátryggingaráðgjöf til fyrir tækja og stofnana um innri fram kvæmd vátrygg inga, mati á vátryggingaþörf, áhættugrein ­ ingu og aðstoð við útboð/ endurnýjun. Við bjóðum einnig upp á úthýsingu daglegrar umsýslu trygginga. Við leggjum áherslu á að við erum ekki tryggingamiðlun og störfum algerlega ótengdir tryggingafélögum. Í mörgum fyrirtækjum eru tryggingar hornreka. Ábyrgð þessa málaflokks er oft sett á herðar einhvers starfsmanns, sem „neyðist“ til að sjá um þessi mál. Þetta verður afgangs­ verkefni og við þekkjum flest viðhorfið að tryggingar séu leiðinlegar og óskiljanlegar. Margir stjórnendur halda að nægj anlegt sé að hlaupa til á síðustu dögum fyrir endur nýjun og klára málin. Við bendum fyrirtækjum á hvaða leiðir þau geta farið við að tryggja fyrirtækið og að með vönduðum vinnubrögðum eru líkur á betri iðgjöldum og trygg ingavernd. Consello hefur að undan­förnu komið að trygginga­ málum nokk urra öflugra fyrir tækja með góðum árangri og má þar nefna m.a. að eitt verk efnið er stýring á útboði skv. reglugerðum Evrópska efnahagssvæðisins.“ Consello er ráðgjafarfyrirtæki sem bætir vinnubrögð og meðferð tryggingamála innan fyrirtækja og stofnana. Fyrirtækið byggir á þekkingu og reynslu eigenda þess á stjórnun trygginga bæði hér á landi og erlendis. Markmið fyrirtækisins er að ná fram hagræðingu fyrir viðskiptavini. vantaði óháða ráðgjöf á markaðinn Lárus H. Lárusson og Guðmundur Hafsteinsson, eigendur Consello. „Við leggjum áherslu á að við erum ekki tryggingamiðlun og störfum algerlega ótengdir trygginga­ félögum.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.