Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 64
64 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011
Verslanir Ey m unds son eru elsta rekstrareiningin innan fyrirtækis ins
sem rekur sögu starfsemi
sinnar aftur til ársins 1872 og
er því jafnframt elsta bóksala
landsins. Baldvin P. Dungal
stofnaði ritfangaverslunina
Pennann árið 1932. „Upp haf
lega var fyrsta ritfangaverslun
Pennans í Hafnarstrætinu í
Reykjavík en frá þessum tíma
hef ur starfsemin verið útvíkk
uð og upp úr 1980 bættist
húsgagnahlutinn við,“ segir
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir,
markaðsstjóri fyrirtækisins.
„Við sjáum að saga fyrirtækis
ins nær langt aftur í tímann
og það er mjög góð tilfinning
að vinna með svona rótgróin
og sterk vörumerki sem hafa
skapað sér fastan sess í lífi
landsmanna. Það má með sanni
segja að vörumerkin hafi þó elst
vel því við leitumst sífellt við að
gera ítarlegar þarfagreiningar
til að geta boðið lausnir sem eru
sérsniðnar að þörfum og óskum
viðskiptavina hverju sinni.“
Í dag samanstendur Penninn af
fjórum vörumerkjum: Penninn,
Eymundsson, Griffill og Is
landia. Reknar eru 18 verslanir
víða um land og eru starfs
menn um 350. Ingibjörg Ásta
segir að þótt fyrirtækið haldi
úti nokkrum vörumerkjum
og starfsstöðvar séu dreifðar
sé samræmt vinnulag, mark
mið og gildi höfð að leiðar
ljósi í daglegum störfum. Hjá
fyrirtækinu er reynt starfsfólk
sem er fljótt að lesa í breyttar
þarfir markaðarins. „Fyrirtækið
leggur mikið upp úr gæðum og
þjónustu en umfram allt höfum
við leitast við að hlusta á þarfir
markaðarins í gegnum árin og
þróa vöruframboðið í samræmi
við það.“
fjölbreytt þjónusta
„Fyrirtækjasvið Pennans býður
fyrirtækjum upp á heildarlausn
ir á sviði skrifstofuhúsgagna,
ritfanga og rekstrarvara. Penninn
þjónar breiðum hópi fyrirtækja
með það að leiðarljósi að við
skiptavinir geti ætíð gengið að
fyrirhafnarlausri, þægilegri og
fjölbreyttri þjón ustu.‘‘
Í dag eru tvær verslanir
starfandi undir vörumerkjum
Pennans; önnur með áherslu á
ritföng og rekstrarvörur en hin
býður upp á fjölbreytt úrval
skrifstofuhúsgagna. „Á næst
unni eru síðan fyrirhugaðir
flutningar á fyrirtækjasviði og
skrifstofu Pennans. Jafnframt
mun húsgagnaverslun Pennans,
sem heyrir undir fyrirtækja
sviðið, flytja úr Hallar múla 4
yfir í nýja húsnæðið á Grensás
vegi 11. Að sama skapi mun
ritfangaverslun Pennans, sem
hefur verið í Hallarmúla 2,
færast yfir í fyrra húsnæði
húsgagnaverslunar Pennans,
Hallarmúla 4. Nýja húsnæðið
á Grensásvegi 11 er glæsilegt
og þessi breyting verður án efa
mikil lyftistöng fyrir fyrirtækið
í heild og mun stytta boðleiðir
enn frekar á milli starfseininga.
Verslanir Eymundsson eru á
landsvísu og bjóða þær upp
á margvíslegt úrval bóka,
tímarita, gjafavöru, tónlistar,
DVD, myndlistarvara, föndur
vara og margt fleira. Á meðal
nýjunga hjá Eymundsson eru
rafbækur en í dag er boðið
upp á rúmlega 100.000 erlenda
rafbókartitla á eymundsson.is.
Ingibjörg Ásta segir að að sama
skapi hafi vefsíða Eymunds
son, eymundsson.is, nú þegar
verið endurbætt. „Vefurinn var
endurhannaður frá grunni með
það leiðarljósi að gera vefversl
unina mun notendavænni.
Eymundsson starfrækir einnig
marga fjölbreytta bókaklúbba
þar sem allir geta fundið eitt
hvað við sitt hæfi.“
Penninn samanstendur af fjórum vörumerkjum sem eru Penninn, eymundsson,
Griffill og islandia og eru reknar 18 verslanir víða um land.
elsta bóksala landsins
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Pennans.
„Penninn þjónar
breiðum hópi
fyrirtækja með
það að leiðarljósi
að viðskiptavinir
geti ætíð gengið að
fyrirhafnarlausri,
þægilegri og fjöl
breyttri þjónustu.‘‘
viðskiptahugmyndin