Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 59

Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 59
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 59 Póstdreifing býður upp á víðtæka þjónustu á sviði blaða, tímarita, fjölpósts og vörudreifingar. einnig leggur fyrirtækið áherslu á sérhæfða þjónustu sniðna að þörfum viðskiptavinarins auk lausna eins og markhópagreiningar, plastpökkunar, áritunar og fleira. sérhæfð þjónusta í póstdreifingu upphafið Að sögn Hannesar Hannesson­ ar framkvæmdastjóra stofnaði Jón Jarl nokkur Póstdreifingu utan um dreifingu á fjölpósti fyrir um 17 árum: „Við stofnun Pósthússins varð Póstdreifing dótturfélag og lítill rekstur var um félagið þar til í vor þegar ákveðið var í stefnu­ mótun að Póstdreifing yrði notað samhliða nýjum rekstr­ aráherslum. Enda er nafnið lýsandi fyrir þá þjónustu sem við veitum.“ Eina fyrirtækið með aldreifingu Póstdreifing dreifir meðal ann­ ars mest lesna dagblaði lands­ ins, Fréttablaðinu, sex daga vikunnar til um 80.000 heimila. Að auki sérhæfir fyrirtækið sig í dreifingu á nafnapósti sem er yfir 50 grömmum, þar á meðal tímaritum Birtings og Golfblaðinu auk fjölda ann­ arra tímarita og bæklinga fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Póstdreifing er eina fyrirtækið sem býður upp á svokallaða aldreifingu sex daga vikunn­ ar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Fyrirtækið keyrir út vörur og sendingar til fyrirtækja og einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu og hefur innleitt tölvukerfi með rekjan­ leika sendinga, „track & trace“. Með því kerfi má fylgjast með stöðu sendingar á auðveldan og aðgengilegan hátt. Póstdreifing hefur svo einnig yfir öflugum bílaflota að ráða eða allt frá litlum skutlum upp í stærstu gerð af lyftubílum. Póstdreifing dreif­ ir meðal annars mest lesna dagblaði landsins, Frétta­ blaðinu, sex daga vikunnar til um 80.000 heimila. Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.