Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Side 6

Frjáls verslun - 01.02.2010, Side 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 RITSTJÓRNARGREIN Hvað er Már að hugsa? E itt sinn var Sænsk-íslenska frystihúsið fyrir neðan Arnarhól þar sem Seðlabankinn er núna. Stundum velti ég því fyrir mér hvort þarna sé enn frystihús; frystihús atvinnulífs- ins, svo oft hef ég gagnrýnt bankann fyrir að lækka ekki stýrivexti niður úr öllu valdi og koma þannig hreyfingu á hlutina. Atvinnulífið er í fjötrum hárra vaxta og bankinn eins og frystihús atvinnulífsins. Nú horfir bankinn til þess að losa um gjaldeyrishöftin. Það finnst mér misráðið. Það er mikilvægara verkefni fyrir bankann að lækka stýrivexti niður úr öllu valdi og bankarnir fari að lána til atvinnulífsins af einhverri alvöru. Atvinnulífið þarf fyrst að ná sér á strik áður en losað er um gjaldeyrishöftin. Sterkt atvinnulíf er for- senda sterkrar krónu. Fjármagn mun fljóta úr landi um leið og gjald- eyrishöftin verða afnumin; jafnvel fé af tryggum inn- stæðureikningum bankanna. Þeir leita mjög líklega yfir í annan gjaldmiðil en krónuna. Auðvitað er slæmt að hafa gjaldeyrishöft og það stríðir gegn öllum kenningum um mátt frjálsra viðskipta. En af tvennu illu vil ég frekar hafa gjald- eyrishöft áfram en háa vexti og verðtrygg- ingu sem koma í veg fyrir hagvöxt og ný atvinnutækifæri. Frjáls verslun hefur barist fyrir því að lækka stýrivexti og festa vísitölu neysluverðs í lánasamningum eða þá að sett yrði hámark á hana, t.d. 2% á ári. Ekkert er eins mikilvægt fyrir atvinnulífið og heim- ilin og að lækka fjármagnskostnað. Ég minni líka á að Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn hefur talið nauðsynlegt að hafa áfram gjaldeyrishöft til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð af eigin rammleik. Fyrir rúmu ári skrifuðu 32 hagfræðingar í Morgunblaðið og sögðu að nánasta fram- tíð liti svona út á Íslandi: „Að eina framtíðarlausnin felist í því að endurheimta traust á íslenskt atvinnulíf og tryggja drjúgan afgang á viðskiptum við útlönd. Þar til nægur gjaldeyrisforði hefur myndast með við- skiptaafgangi þarf hins vegar að grípa til erlendra lána eða hafta eða hvors tveggja.“ Bankarnir eru fullir af fé. Það eru 1.700 millj- arðar króna á innstæðureikningum í bönkunum og tryggðir af ríkinu samkvæmt neyðarlögunum. Þetta fé fer ekki út úr bönkunum yfir í atvinnulífið vegna stýrivaxtastefnu Seðlabankans. Eða hvers vegna ætti innstæðueigandi í banka að kaupa hlutabréf í Kaup- höllinni á meðan hann er með allt tryggt í bak og fyrir í bankanum, er bæði með axlabönd og belti? Hann hefur verðtryggingu, innstæðutryggingu og vaxtatryggingu. Það er eins og hann sé með peningana í geymslu hjá tryggingafélagi. Atvinnulífið getur ekki keppt við bankana um að fá þetta fjármagn til sín. Ekki einu sinni hluta af því. Þess utan er krumla bankanna búin að læsa sig í fjölda fallinna fyrirtækja sem núna eru orðin að bankafyr- irtækjum og keppa sem aldrei fyrr við einkafyrirtækin í mjög ójöfnum leik. Már seðlabankastjóri segir að ekki sé hægt að lækka stýrivexti nema verðbólgan fari niður. Þar er ég honum ósammála. Það er kostnaðarverðbólga á Íslandi en ekki eftirspurnarverðbólga – og það í hörðustu kreppu lýðveldisins. Hringavitleysan er sú að Jóhanna Sig- urðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hækka gjöld, veltuskatta, verð á bensíni, verð á víni og fleira og allt leiðir þetta út í verðlagið. Þetta viðheldur verðbólgu og hækkar í leiðinni verðtryggð lán einstaklinga og fyrirtækja. Við hinn enda borðsins situr svo Már seðlabanka- stjóri og segist ekki geta lækkað stýrivexti vegna verð- bólgu sem ríkið býr til með verðhækkunum. Stýrivextir voru um 13% fyrir um ári en eru núna 9%. Þeir þyrftu auðvitað að fara niður í 1%. Þess utan keppir Seðlabankinn við atvinnulífið og geymir fyrir bankana hundruð milljarða á reikningi sem gefur vel af sér. Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur alla tíð átt að fara í að styrkja gjaldeyrisvaraforðann svo hægt verði með tímanum að afnema gjaldeyrishöftin. Hvað ætlar Már eiginlega að gera þegar hann afnemur gjaldeyr- ishöftin og fjármagnið byrjar að streyma út? Ætlar hann þá að hlaupa til og hækka stýrivexti upp úr öllu valdi og rembast við að halda gengi krónunnar uppi og koma í veg fyrir að gjaldeyrisforðinn klárist á mettíma? Mestu mistök Seðlabankans fyrir hrun voru ofurháir stýrivextir til að halda krónunni sterkri og draga hingað til lands fjármagn. Það er mikið rætt um forsendubrest sem varð hjá lántakendum þegar gengið féll í hruninu og bæði gengistryggð lán og verðtryggð lán hækkuðu. Til hvers að leika sér að eldinum svo fljótt aftur og eiga á hættu að gengið hríðfalli með tilheyrandi vandræðum fyrir lántakendur? Ætlar bankinn að hafa forsendubrest á nokkurra ára fresti? Alltaf frost? Jón G. Hauksson við hinn enda borðsins situr svo Már seðlabankastjóri og segist ekki geta lækkað stýrivexti vegna verðbólgu sem ríkið býr til með verðhækkunum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.