Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 15

Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 15
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 15 fyrst þetta ... „Félagsmenn í Félagi atvinnurekenda eru mjög uggandi vegna þessa máls. Við teljum að ríkisstjórnin hafi lofað að standa vörð um samkeppni og því eðlilegast að fyrirtæki í eigu bankanna séu seld í opnu og gagn- sæju ferli og tryggt sé með lögum að hlutverk bankanna sé að lána íslensku atvinnulífi en ekki reka það. Reynslan af hinu síðarnefnda er slæm. Dæmi um þetta er til dæmis að í dag eru nánast öll stærstu bílaumboðin í eigu bankanna og slíkt getur ekki talist eðlilegt,“ segir Almar. of almennt orðalag „Það eru margir ágætir punktar í frumvarp- inu en okkur sýnist þó að lykilmál eins og eignarhald banka á atvinnufyrirtækjum hafi gleymst og frumvarpið felur ekki í sér neinar breytingar hvað það varðar frá því sem nú er. Félag atvinnurekenda gagnrýnir því nýtt frumvarp viðskiptaráðherra og telur að verði það að lögum fái bankarnir frítt spil á næstu árum. Frumvarpið tekur til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki og hefur það verið í smíðum í viðskiptaráðuneytinu í tæpt ár. Í áliti sem Félag atvinnurekenda hefur skilað til viðskiptanefndar Alþingis er gagn- rýnt að í frumvarpinu sé fátt sem takmarki hversu lengi bankarnir geti átt fyrirtæki í atvinnurekstri eða hvenær þau skuli seld. Við teljum nauðsynlegt að skerpa á þessu atriði í lögunum því frelsi bankanna til að eiga og reka fyrirtæki er of rúmt. Orðalagið er þannig að bankar hafa undanþáguheim- ildir til að eiga eignarhlut tímabundið en ekki skýrt nánar hvað tímabundið þýðir eða nær yfir langan tíma. Að okkar mati er nauðsynlegt að setja bönkunum mun þrengri ramma um inngrip í samkeppnismarkaði. Í verklagsreglum fjár- málafyrirtækja er sagt að stefna skuli að því að selja eignarhluti í fyrirtækjum eins fljótt og hagkvæmt er. Þetta orðalag er ekki full- nægjandi og óeðlilegt er að hagkvæmnisjón- armið banka séu sett ofar öðrum sjón- armiðum. Almannahagsmunir hljóta að þurfa að koma þarna til álita með skýrum reglum sem sett eru af stjórnvöldum. Samkeppnis- eftirlitið hefur í auknum mæli sett bönkum takmarkanir vegna eignarhalds í fyrirtækjum og nauðsynlegt er að Samkeppniseftirlitið fái auknar heimildir til að fylgja slíkum málum eftir,“ segir Almar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnurekenda að lokum. Nýtt frumvarp viðskiptaráðherra um lög um fjármálafyrirtæki setur bönkum ekki nægilega skýr skilyrði varðandi eignarhald fyrirtækja, segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Bankarnir ógna samkeppni Tryggja verður samkeppnisjónarmið með skýrari hætti í lögum – það verður að vera óumdeilt að bankar stuðli ekki að óheilbrigðum viðskiptaháttum í gegnum eignarhald. Löggjafanum ber að setja skýrar línur varðandi hvað hann telur „tímabundna“ eign banka í atvinnu- fyrirtækjum – það á ekki að vera túlk- unaratriði bankanna sjálfra. Heilu atvinnugreinarnar mótast nú af því að þar eru fyrirtæki í eigu banka og skilanefnda í samkeppni við einkaaðila og í innbyrðis samkeppni. Það skapar viðvarandi óvissu og bjagar eðlilega samkeppni. Nefna má bíla- markaðinn og markað með ritföng sem dæmi um þetta. Því miður eru dæmin mun fleiri. Veita þarf Samkeppniseftirlitinu auknar heimildir – og fjármálafyrir- tækjum aukið aðhald. Æskilegt er að frumvarpið breytist í meðförum þings- ins. Það sparast pláss og tími með lausnum frá Rými - fyrir alla muni! Frábærar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki - Ráðgjöf - Lausnir - Þjónusta Skemmuvegur 6 Kópavogur Sími 511-1100 www.rymi.is - Skjalaskápar - Teikningaskápar - Geymsluhillur - Starfsmannaskápar - Lagerhillur - Verslunarhillur TExTI: vilmundur Hansen • MYND: Geir ólafsson Almar Guðmundsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.