Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Side 20

Frjáls verslun - 01.02.2010, Side 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 Þæfingur á öllum boðleiðum Allir yfirmenn kannast við tregðu starfsfólksins til að fylgja ákvörðunum eftir. Ekkert verður úr breytingum, sem þó er búið að samþykkja með lófaklappi á aðalfundi. Ný og snjöll hug- mynd forstjórans koðnar niður í deildum fyrirtækisins. Það er þæfingsfærð á öllum boðleiðum. Það er eins og allir afkomendur Þrándar í Götu hafi ráðist í vinnu einmitt í þessu fyrritæki. Hvað er eiginlega að? Er vandinn hjá yfirmönn- unum eða fólkinu á gólfinu? Stjórnunarfræðingurinn Karin Klerfelt hefur skrifað bók um vandann og kennir stjórunum sjálfum um ef þeim mistekst að fá starfsfólkið til samvinnu. Oftast er vandinn sá að hug- myndin, sem átti að vinna eftir, var óljós og ekki góð. Og oftast er það svo að það eru nánustu samverkamenn forstjórans sem vinna gegn honum eða henni, ekki fólk neðar í virðingarstig- anum. Bókarhöfundur segir einnig að forstjórar hugsi oft fyrst um hvað þeir græði á nýrri hugmynd og hvernig þeir nái að hrífa eigendur og stjórn. Hins vegar gleymist að fólkið, sem á að vinna vinnuna, verður líka að sjá tilgang með nýbreytninni. Karin Klerfelt segir í grein í sænska stjórnunartímarit- inu Chef að eftirtaldar fimm ástæður séu helstar fyrir að nýjar hugmyndir deyja í fyrirtækj- unum: Ónógur undirbúningur: Stjórinn undirbýr sig ekki nægilega vel áður en hann byrjar að reka áróður fyrir hugmynd sinni. Ástæðan er oft að hugmyndin er óljós. Ráð: Leitaðu að þremur mik- ilvægum rökum fyrir hugmynd- inni. Ekki fleiri rökum og ekki færri. Sjálfsöryggið brestur: Andstaða við hugmyndina kemur stjór- anum á óvart. Hann hikar, sjálfstraustið bilar og röksemda- færslan verður óljós. Málið er tapað. Ráð: Búðu þig undir andmæli og leitaðu fyrirfram uppi galla á hugmyndinni. Tilfinningasemi: Yfirmenn ættu að forðast tilfinningasemi því hún er oft talin stafa af óöryggi. Stundum snýst tilfinningasemin upp í hroka og yfirlæti og stjór- inn hæðist að undirmönnum sínum. Það má hann eða hún aldrei gera. Ráð: Hugsaðu um sjálfan þig sem fagmann, sem færir fagleg rök fyrir tiltekinni lausn. Að standa á gati: Stjórinn getur tapað frumkvæðinu í röksemda- færslunni og einfaldlega staðið á gati. Andmælendurnir hafa betur en ekki endilega vegna þess að þeir hafi á réttu að standa. Ráð: Biddu um frest. Segðu að þetta sé mikilvæg ákvörðun og að þú þurfir að hugsa þig betur um. Ofmat á andstöðu: Sumir eru alltaf á móti öllu en andstaðan ristir ekki djúpt. Stjórnendum hættir til að ofmeta slíka and- stöðu. Ráð: Svaraðu andstöðunni með því að spyrja: Hvað er verst við hugmyndina? Skrifaðu upp lista með andmælunum. Listinn er oftast stuttur og andstaðan meira byggð á almennri tregðu en rökum. s t j ó r n u n a r m o l i tExti: gísli kristjánsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.