Frjáls verslun - 01.02.2010, Side 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0
Þæfingur á öllum boðleiðum
Allir yfirmenn kannast við
tregðu starfsfólksins til að fylgja
ákvörðunum eftir. Ekkert verður
úr breytingum, sem þó er búið
að samþykkja með lófaklappi
á aðalfundi. Ný og snjöll hug-
mynd forstjórans koðnar niður
í deildum fyrirtækisins. Það er
þæfingsfærð á öllum boðleiðum.
Það er eins og allir afkomendur
Þrándar í Götu hafi ráðist í vinnu
einmitt í þessu fyrritæki.
Hvað er eiginlega að?
Er vandinn hjá yfirmönn-
unum eða fólkinu á gólfinu?
Stjórnunarfræðingurinn Karin
Klerfelt hefur skrifað bók um
vandann og kennir stjórunum
sjálfum um ef þeim mistekst að
fá starfsfólkið til samvinnu.
Oftast er vandinn sá að hug-
myndin, sem átti að vinna eftir,
var óljós og ekki góð. Og oftast
er það svo að það eru nánustu
samverkamenn forstjórans sem
vinna gegn honum eða henni,
ekki fólk neðar í virðingarstig-
anum.
Bókarhöfundur segir einnig
að forstjórar hugsi oft fyrst um
hvað þeir græði á nýrri hugmynd
og hvernig þeir nái að hrífa
eigendur og stjórn. Hins vegar
gleymist að fólkið, sem á að
vinna vinnuna, verður líka að sjá
tilgang með nýbreytninni.
Karin Klerfelt segir í grein
í sænska stjórnunartímarit-
inu Chef að eftirtaldar fimm
ástæður séu helstar fyrir að
nýjar hugmyndir deyja í fyrirtækj-
unum:
Ónógur undirbúningur: Stjórinn
undirbýr sig ekki nægilega vel
áður en hann byrjar að reka
áróður fyrir hugmynd sinni.
Ástæðan er oft að hugmyndin
er óljós.
Ráð: Leitaðu að þremur mik-
ilvægum rökum fyrir hugmynd-
inni. Ekki fleiri rökum og ekki
færri.
Sjálfsöryggið brestur: Andstaða
við hugmyndina kemur stjór-
anum á óvart. Hann hikar,
sjálfstraustið bilar og röksemda-
færslan verður óljós. Málið er
tapað.
Ráð: Búðu þig undir andmæli
og leitaðu fyrirfram uppi galla á
hugmyndinni.
Tilfinningasemi: Yfirmenn ættu
að forðast tilfinningasemi því
hún er oft talin stafa af óöryggi.
Stundum snýst tilfinningasemin
upp í hroka og yfirlæti og stjór-
inn hæðist að undirmönnum
sínum. Það má hann eða hún
aldrei gera.
Ráð: Hugsaðu um sjálfan þig
sem fagmann, sem færir fagleg
rök fyrir tiltekinni lausn.
Að standa á gati: Stjórinn getur
tapað frumkvæðinu í röksemda-
færslunni og einfaldlega staðið
á gati. Andmælendurnir hafa
betur en ekki endilega vegna
þess að þeir hafi á réttu að
standa.
Ráð: Biddu um frest. Segðu að
þetta sé mikilvæg ákvörðun og
að þú þurfir að hugsa þig betur
um.
Ofmat á andstöðu: Sumir eru
alltaf á móti öllu en andstaðan
ristir ekki djúpt. Stjórnendum
hættir til að ofmeta slíka and-
stöðu.
Ráð: Svaraðu andstöðunni með
því að spyrja: Hvað er verst við
hugmyndina? Skrifaðu upp lista
með andmælunum. Listinn er
oftast stuttur og andstaðan
meira byggð á almennri tregðu
en rökum.
s t j ó r n u n a r m o l i
tExti: gísli kristjánsson