Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Qupperneq 21

Frjáls verslun - 01.02.2010, Qupperneq 21
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 21 Á ég að taka nýja stefnu í lífinu? Á ég að skipta um vinnu? Á ég að leita á ný mið um viðskiptasambönd? Oft er erfitt að stíga þetta skref og oft er helsta afsökunin þessi: Ég er svo illa tengdur. Ég þekki engan. Ég kann ekkert á þetta tenglatog. En vissulega er það svo að margir, sem hafa náð langt og ætla sér lengra, eru lagnir við að rækta sambönd sín. Í Ameríku kalla menn það „networking“ þegar þeir sækja samkvæmi. Það er ef til vill kaldhæðnisleg orðanotkun en sönn. Í samkvæmum treystir fólk sambönd sín og myndar ný. Þar vestra þykir sjálfsagt að nota sér sam- bönd sín sér til frama. Í okkar heimshluta eru menn varkárari við að toga í tenglana sína. Skammast sín hálfpartinn fyrir að vera vel tengdir en nýta sér það engu að síður. Og það er hægt að misstíga sig við þetta tenglatog, flækjast í eigið net af tenglum í samfélaginu. Bandaríska tímaritið Harvard Business Review hefur búið til lista yfir fimm verstu villurnar, sem ber að varast: Þú heldur að þú þekkir engan. Reyndu þá að gera lista yfir það fólk sem þú þekkir og er áhrifafólk. Með hverjum varstu í skóla? Hvar eru þau nú? Með hverjum hefurðu unnið? Listinn verður lengri en þú heldur. Meðalmaðurinn á Fésbókinni á 130 vini. Hikaðu ekki við að búa til lista yfir þá sem þú þekkir. Ég veit ekki hvernig ég á að hafa sam- band. Það getur verið erfitt að taka fyrsta skrefið. Kann að virka sem framhleypni og ósk um að nýta sambönd sem þú hefur ekki ræktað lengi. Mikið óráð er að hringja og segja: Getur þú útvegað mér þessa eða hina stöðuna! Betra er að leita ráða. Spyrja gamlan vinnufélaga eða skólafélaga hvaða ráð hann eða hún hafi að gefa. Þá hefur þú komið áhuga þínum á framfæri án þess að hafa misnotað sambandið. Ég vil ekki selja sjálfan mig. Mörgum finnst sem þeir séu að selja sig þegar þeir hyggjast nýta tengla sína á frambrautinni. Þarna ber að varast að hæla sjálfum sér og segjast búa yfir ýmsum góðum eiginleikum. Þess í stað er gott að undirbúa frásagnir af verkum sem þú hefur unnið og segjast vera stoltur af að hafa leyst tiltekið verkefni. Ég kann ekki að blanda geði við fólk. Þetta er mikilvægt. Ef þú ert á ráðstefnu eða í samkvæmi er mikilvægt að tala við fólk. Þú mátt ekki halda þig til hlés. En þú þarft ekki að tala lengi við hvern. Allir aðrir á samkom- unni ætla líka að eiga orðastað við marga. Og ekki gleyma að ljúka samtalinu með því að afhenda nafnspjald þitt. Ekki tala illa um þinn fyrri vinnuveitanda. Mesta hættan er að þú virkir bitur og nei- kvæður ef þú gefur í skyn að þér hafi liðið illa undir stjórn síðasta yfirmanns. Og að auki er hætta á að væntanlegur vinnuveit- andi þekki þann sem þú hafðir áður. Vertu jákvæður og hrósaðu gamla sjeffanum, jafn- vel þótt þú hatir hann í raun og veru. s t j ó r n u n a r m o l i tExti: gísli kristjánsson Á ég að taka nýja stefnu í lífinu? Már Guðmundsson: afnám hafta komi á undan vaxtalækkunum Í Morgunblaðinu 9. mars sl. var frétt um að Már Guð- mundsson seðlabankastjóri segði að hann legði meiri áherslu á afnám gjaldeyrishafta en lækkun stýrivaxta. Reuters- fréttastofan hafði þetta eftir Má þar sem hann sat á ráðstefnu Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Reuters hafði ennfremur eftir seðlabankastjóranum að hann teldi líklegt að íslensk stjórnvöld ljúki við samninga við bresk og hollensk stjórnvöld um Icesave-skuldbindingarnar á næstu vikum. Þá sagði Már við Dow Jones fréttaveituna að hann teldi hverfandi líkur á því að íslensk stjórnvöld muni ekki geta staðið við stóra gjalddaga sem falla veturinn 2011 til 2012. Már Guðmundsson seðlabankastjóri. tENGSLANEt:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.