Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 30

Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 Forsíðu grein línudans stjórnarinnar mörgum fannst Steingrímur sýna af sér ótrúlegan hroka á fundi Samtaka atvinnulífsins þegar hann bað nokkra fundarmenn að standa upp, menn sem hefðu gagnrýnt stjórnvöld. Hann benti sérstaklega á Helga Magnússon, formann Samtaka iðnaðarins, sem varð við ósk fjármálaráðherra og stóð upp. Steingrímur ávarpaði þá salinn og notaði þriðju persónuna um Helga. „Helgi er hár og myndarlegur maður en hann mætti stundum gæta orða sinna, eins og að saka einn stjórnmálamann um að vera á móti hagvexti.“ Hann átti þarna við gagnrýni Helga á Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra fyrir ákvarðanir hennar í tengslum við Suðvesturlínu og stóriðjufram- kvæmdir á suðvesturhorninu. jóhanna forsætisráðherra sagðist á síðastliðnu ári vilja sjá stýri-vexti á Íslandi komna niður í 2 til 3% fyrir síðustu áramót. Það er langt frá því að þetta hafi gengið eftir. Frjáls verslun hefur haft það sem sitt helsta baráttumál frá hruninu að stýrivextir verði lækkaðir niður úr öllu valdi á Íslandi, helst niður í um 1% eins og er í Bretlandi og Bandaríkjunum. Það verður að lækka vaxtakostnað fólks og fyrirtækja í hörðustu kreppu í heimi. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í aðdraganda Icesave að ekki væri hægt að lækka stýrivexti ef þjóðin samþykkti ekki Icesave. Þá er vitað Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er tregur til að lækka stýrivextina. Á Íslandi er fyrst og fremst kostnaðarverðbólga en ekki eftirspurnarverðbólga. Kreppa en ekki þensla. Háir vextir gera því illt verra og fara beint út í kostnaðinn. Fyrirtækin hafa ekki efni á að fara í framkvæmdir sem auka störf. Það er rangt að mati Frjálsrar verslunar að ekki sé hægt að lækka vexti vegna verðbólgu sem telst kostnaðarverðbólga. Hvers vegna er ekki hægt að lækka stýrivexti og leyfa svo öðrum vöxtum að ráðast á markaði – ef það er málið? Hvers vegna er ekki hægt að lækka stýrivexti niður úr öllu valdi og nota tækifærið þegar hér ríkja hörð gjaldeyrishöft? Hvað ætlar Már eiginlega að gera þegar hann afnemur gjaldeyrishöftin og fjármagnið byrjar að streyma af innstæðureikningum Íslendinga í bönkunum hér heima út til Evrópu í sterka gjaldmiðla? Mestu mistök Seðlbankans síðasta áratuginn var að dúndra stýrivöxtunum upp til að halda gengi krónunnar sterku og draga hingað til lands svonefnd krónubréf. Auðvitað á að lækka stýrivexti niður úr öllu valdi. hroki stEingríms „Ég sé Helga Magg þarna. Helgi stattu upp!“ „Hvað er málið með hann Má?“ Helgi Magnússon.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.