Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 38

Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 forsíðu grein Línudans stjórnarinnar Steingrímur J. hefur verið einn þeirra sem ljáð hefur máls á að verðtryggingin verði afnumin. Hann hefur lítið kom-ist áleiðis í þeim efnum í núverandi stjórnarsamstarfi. Jóhanna Sigurðardóttir og Gylfi Magnússon eru í prinsippinu á móti afnámi verðtryggingar og segja að óverðtryggðir vextir hækki þá bara í staðinn. Gylfi hefur sagt það „glapræði við núverandi aðstæður“ að afnema verðtrygginguna. Frjáls verslun hefur margoft bent á að það sé góð leið að festa vísitölu neysluverðs í lánasamningum þannig að t.d. verðhækkanir ríkisstjórnarinnar fari ekki beint út í verðlagið. Ennfremur höfum við sagt að til greina gæti komið að setja hámark á hækkun vísitöl- unnar í lánasamningum, t.d. 2% á ári. Það hefur hins vegar engan tilgang að afnema verðtrygginguna ef óverðtryggðir vextir verða þá hækkaðir í staðinn upp í 20% og verðtryggingunni náð inn bakdyramegin. Gylfi hefur margoft sagt að verðtryggingin sé ekki vandamálið heldur verðbólgan. Verðtryggingin er augljóslega vandamál þeirra sem skulda og stuðlar að hærri fjármagnskostnaði þeirra. Verðtrygging og háir vextir á Íslandi eru svo hamlandi að það er engu lagi líkt. Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt að það sé glapræði fyrir sparifjáreigendur og lífeyr- issjóði ef verðtrygging verði afnumin. Á móti má spyrja hvort sparifjáreigendum og lífeyrissjóðum á Íslandi finnist eðlilegt að þeir fái háa raunvexti og þess utan verðtryggingu þegar atvinnulífið og heimilin eru í frosti. Sparifjáreigendur lifa ekki í vakúmpökkuðum heimi. Hvernig má það vera að þjóð, sem er með verstu kreppu í heimi sé með hæstu vexti í heimi – og þess utan verðtrygg- ingu sem tryggir sparifjáreigendur og lífeyrissjóðina í botn á sama tíma og allt annað hefur hrunið: laun lækkað, atvinna minnkað, íbúðaverð hrunið, hlutabréf hrunið og margir lántak- endur að þrotum komnir vegna fjármagnskostnaðar? Frjáls verslun hefur margsinnis spurt að því hvers vegna fjár- magnseigendur einir stétta eigi að hafa allt sitt á þurru. Hvers vegna eiga fjármagns- og sparifjáreigendur ekki að bera byrð- arnar tímabundið líka? Í VAKÚMPÖKKUÐUM HEIMI „Ég vil verð- trygginguna í burtu.“ „Er svona fyrir okkur komið?.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.