Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.02.2010, Qupperneq 43
F R J Á L S V E R S L U N • 2 T B L . 2 0 1 0 43 s t j ó r n m á l og ekki leggja út í pólitísk ævintýri meðan skýrslan fræga er ókomin. Æ fleiri efast um að skýrslan muni hafa mikil pólitísk áhrif. Allt sem sagt er um efni hennar er þó byggt á ágisk- unum. Aðeins er vitað að skýrslan tekur ekki á sókn útrás- arvíkinganna heldur aðeins viðbrögðum stjórnsýslunnar. Viðbrögðin gætu því helst orðið við því sem ekki stendur í skýrslunni. Rannsókn hrunsins er vart hafin. Baráttan um borgina Annað mál er með sveitarstjórnarkosningarnar og þá sér- staklega niðurstöðuna í Reykjavík. Baráttan hefur verið fremur daufleg í fyrstu, prófkjör án verulegra átaka ef frá eru talin Vinstri græn. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri er óumdeildur foringi sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hún er ekki umdeild sem borgarstjóri og þykir hafa góð tök á sínu starfi og hlut- verki, án þess að standa í stríði við minnihlutann. Stefanía Óskarsdóttir bendir á að þetta séu eiginleikar sem margir almennir kjósendur Sjálfstæðisflokksins meti mest. „Þetta er hin gamla ímynd flokksins: Örugg, átakalaus og heiðarleg stjórn,“ segir Stefanía. „Þessi ímynd beið alvar- legan hnekki í hruninu og raunar líka í þeim upphlaupum sem urðu í borgastjórn við upphaf kjörtímabilsins. Nú reynir á hvort Hanna Birna nær að draga að fylgið sem fór í þingkosningunum í fyrra.“ Þó er ljóst að enginn fer með afgerandi sigur af hólmi í Reykjavík. Enginn spáir Sjálfstæðismönnum hreinum meirihluta, Framsóknarflokkurinn gæti hæglega misst sinn mann og meirihlutinn fallið. Þá er nýr meirihluti rík- isstjórnarflokkanna líklegastur. áfall að tapa borginni Eiríkur Bergmann bendir á að tapi Hanna Birna borginni verði það í sjálfu sér áfall, sama hvort hún hljóti góða kosn- ingu. Völdin væru töpuð og möguleiki Hönnu Birnu á að sýna forystuhæfileika sína glataðist. Eiríkur telur óvissu einnig mikla innan Samfylking- arinnar. Dagur B. Eggertsson og jafnvel Árni Páll Árnason hafa verið taldir mögulegir arftakar Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Nái Dagur ekki að komast í borgarstjórastólinn verður staða hans þó veikari fyrir vikið, að mati Eiríks. Hann verður fyrst að sýna hæfileika sína við stjórn borg- arinnar, eða hugsanlega á þingi, áður en hann verður leiðtogi. Það er því enginn augljós arftaki Jóhönnu Sigurð- ardóttur kominn fram á sjónarsviðið. Eiríkur sér þannig ekki að komandi sveitarstjórnarkosn- ingar valdi sérstökum tímamótum eða rjúfi pattstöðuna á stjórnarheimilinu. endurnýjuð stjórn með Ögmundi Stefanía segir að stjórnarliðar gætu að sjálfsögðu brotið upp stöðuna sjálfir: Samið um Icesave-skuldina á þeim nótum sem rætt var um fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, án atbeina „Það eru dagarnir frá því lögin eru samþykkt og til 5. janúar, þegar foretinn synjar staðfestingar, sem ráða úrslitum um þessa stöðu sem nú er.“ Eiríkur Bergmann Eiríkssson. „Það eina sem fæst út úr þjóðaratkvæðagreiðslunni er staðfesting á að landið er stjórnlaust.“ Þorsteinn Pálsson. Þorsteinn Pálsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.