Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Side 60

Frjáls verslun - 01.02.2010, Side 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 SkilVirkni Í rekStri Rekstrarstjórnun er álitin eitt skæðasta vopn Vesturlanda í sam- keppninni við „the China factor“ sem kemur fram í lágum verðum og fjöldaframleiðslu hjá hagkerfunum í Asíu. Með markvissu skipulagi flutninga, framleiðslu og birgðahalds sækja framsækin fyrirtæki í auknum mæli samkeppnisforskot gegnum rekstrar-, gæða- og vörustjórnun. Með markvissum hætti beita þau hugviti til að ná árangri í eftirfarandi þáttum: Bæta framleiðsluferla og draga úr flöskuhálsum • Skipuleggja flutningaferla og dreifingarkerfi• Hraða flæði vörunnar og minnka birgðir • Lækka fjárbindingu og framleiðslukostnað• Vel skipulagt vöruflæði er mikilvægt samkeppnistæki hjá fjöl- mörgum fyrirtækjum og skapar þeim sérstöðu á markaði. Sem dæmi um fyrirtæki sem skara fram úr á þessum sviðum má nefna WalMart, Dell, IKEA, ALDI, Nike, SevenEleven Japan og Toyota. Hérlendis hafa nokkur fyrirtæki skarað fram úr á þessu sviði og hafa náð athyglisverðum árangri í rekstrarstjórnun sem hefur leitt til hærra þjónustustigs og lægri heildarkostnaðar. Þau hafa ráðið til sín færustu sérfræðinga á þessu sviði og náð athyglisverðum árangri. Þegar bæta á rekstrarstjórnun í fyrirtækjum er áhersla oft lögð á lægri vörustjórnunarkostnað, minni fjárbindingu í vörubirgðum, aukinn veltuhraða birgða og aukna þjónustu í virðiskeðju fyrirtæk- isins sem tengist vöruflæði (innkaupum – birgðahaldi – sölu), ABC greiningu á allri vöruflóru fyrirtækisins miðað við veltu, framlegð og aldursgreiningu. Einnig eru allir vinnuferlar greindir og skráðir sé þess þörf. Skipulag (“layout”) lagersins er skoðað, skráningarferli vöru, afköst og flöskuhálsar greindir og gerðar tillögur sem geta leitt til betri nýtingar, lækkunar kostnaðar og aukinna afkasta. Netspor ehf. er eitt þeirra ráðgjafafyrirtækja sem hefur sérhæft sig í ráðgjöf í Rekstrarstjórnun. Þar starfa nokkrir af helstu ráðgjöfum og kennurum landsins á þessu sviði. Þeir hafa meðal annars þróað námsbraut í flutningastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Þessi námsbraut fékk góðar viðtökur í haust þegar hún var kynnt og er nú fullbókað í námið. Hér á landi hafa einnig þróast framúrskarandi hugbúnaðar- lausnir á sviði vörustjórnunar og má þar nefna AGR sem gott dæmi. Hjá GS1 Ísland er unnið að áhugaverðum lausnum á sviði gagnalaugar („data pool“) þar sem verið er að samræma grunn- upplýsingar vöru. Auk þess er rafræn skráning vörustreymis með aðstoð handtölva þróuð hjá fjölda hugbúnaðarfyrirtækja. mÆlaBorð StJórnenda Mælaborð stjórnenda í rekstri fyrirtækja, samanstendur af fram- legð, ABC-greiningum, rýrnun, veltuhraða, endingartíma birgða, gæðum, afhendingarhlutfalli, þjónustustigi og GMROI (“gross margin return on inventory”). En sá mælikvarði segir til um hvað framlegðin er í hlutfalli af heildarbirgðakostnaði (fjárbinding, lag- erhald, rýrnun, skráning o.fl.). Hlutfallið segir m.a. að vörur með háa framlegð þola meiri birgðir en vörur með litla framlegð. Langmikilvægasta verkefnið er þó að virkja mannauðinn í fyr- irtækjum og tryggja að tími starfsmanna sé vel nýttur. Tími starfs- manna er í raun helsta auðlind fyrirtækja og það þarf að ganga um hana með virðingu og aga. Með því að forgangsraða viðskiptum, vörum, viðskiptavinum og verkefnum og taka upp stjórntæki og aðferðir Rekstrarstjórnunar, þá geta starfsmenn forgangsraðað sínum tíma og tryggt að honum sé varið í það sem mestu máli skiptir. Það er ástæða fyrir því að í kínversku er notað sama táknið fyrir kreppu og tækifæri. Kínverjar vita að í öllum þrengingum felast tækifæri til að gera hlutina með nýjum hætti. Það felast tækifæri í kreppunni! S t J ó r n u n Verkefni og ábyrgð vörustjóra og innkaupastjóra Verkefni og ábyrgð vörustjóra („supply chain manager“) og inn- kaupastjóra („purchasing manager“) hafa breyst mikið á und- anförnum árum. Með aukinni verkaskiptingu milli landa og fyr- irtækja og úthýsingu á öðru en kjarnastarfsemi, hefur vöruflæði aukist. Því eru þessi störf orðin „strategískari“ en áður og hafa mun meiri áhrif á afkomu fyrirtækjanna. Með aukinni alþjóðavæðingu, öflugum upplýsingakerfum, nýjum vörukerfum, internetinu, auknum kröfum viðskiptavina, þrýstingi á kostnaðarlækkun og æ styttri líftíma vöru eru sífellt gerðar meiri kröfur um skilvirka innkaupastjórnun og vöru- stjórnun. Best í heimi Rio Tinto Alcan Straumsvík Pósthólf 244 222 Hafnarfjörður Sími 560 7000 www.riotintoalcan.is I S A L – S T R A U M S V Í K ISAL náði besta árangri allra álvera heims við að lágmarka losun fl úorkolefna árið 2008.* Flúorkolefni eru sterkar gróðurhúsalofttegundir og stór hluti af heildarlosun margra álvera. Með því að skara fram úr á þessu sviði losar álverið í Straumsvík 130 þúsund tonnum minna af CO�-ígildum á ári en ef losun þess væri í meðallagi. Þess vegna segjum við hiklaust: „Það er gott að framleiða ál í Straumsvík!“ Það er stefna fyrirtækisins að vera í fremstu röð í allri starfsemi sinni, hafa stöðugar umbætur að leiðarljósi og starfa ávallt í sátt við umhverfi og samfélag. Lykillinn að góðum árangri okkar er metnaður, þekking og hæfni starfsfólks okkar. * Samkvæmt skýrslu International Aluminium Institute. upplýsingar í stað birgða Verkefni heildsala og kaupenda hráefna ættu í auknum mæli að beinast að því að reikna út hagkvæmasta inn- kaupamagn með þeim aðferðum sem vörustjórnun býður upp á. Þannig megi spara miklar fjárhæðir í fjárbindingu. Betri söluspár og innkaupaáætlanir stuðla að lækkun kostn- aðar og hærra þjónustustigi / afhendingarhlutfalli. Vandi íslenskra fyrirtækja felst meðal annars í hinu mikla breyti- leika í eftirspurn og skyndiákvörðunum. Hluti vandans felst í hinum miklu sveiflum í gengi, vöxtum og eftirspurn. Erfitt er að áætla langt fram í tímann. Þessi breytileiki („variability“) eykur kostnað á öllum sviðum flutningakeðjunnar. Hægt er að mæta þessu með auknum sveigjanleika og betra skipulagi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.