Frjáls verslun - 01.02.2010, Qupperneq 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0
Íslenskur iðnaður
Pallborðsumræður. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors,
Þorsteinn Víglundsson, fundarstjóri, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaál og Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.
Iðnþing 2010 á vegum Samtaka iðnaðarins var haldið á
Grand Hótel í Reykjavík 4. mars sl. Á þinginu fluttu erindi
Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins,
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Kristín Pétursdóttir,
forstjóri Auðar Capital, og Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Uppbygging efnahags- og atvinnulífsins í forgrunni á þinginu.
Í pallborðsumræðum að loknum erindum tóku þátt Vilborg
Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors, Ari Kristinn Jónsson,
rektor Háskólans í Reykjavík, Tómas Már Sigurðsson,
forstjóri Alcoa Fjarðaáls, og Þorsteinn Ingi Sigfússon,
forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Vilji til vaxtar
– mótum eigin framtíð
iðnþing 2010
TExTI: hrund hauksdóttir • MYNdIR: geir ólafsson
Forgangsmál
að mati Iðnþings 2010:
35.000 störf á 10 árum•
Iðnaður í forgang•
Afnema gjaldeyrishöft – •
skapa stöðugleika
Verðmætasköpun – ekki •
skattheimta
Opnar og gagnsæjar samn-•
ingaviðræður við ESB
Samvinna, festa og ábyrgð•