Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 87

Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 87
F R J Á L S V E R S L U N • 2 T B L . 2 0 1 0 87 Íslenskur iðnaður Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, hóf ræðu sína á þeim orðum að brýnasta verkefnið á Íslandi næstu tíu árin væri að skapa 35.000 ný störf. Það þurfi að gerast hratt og örugglega því annars muni ekki takast að reisa við íslenskt efnahags- og þjóð- líf. Samtök iðnaðarins hafa trú á því að þetta sé mögulegt og að íslenskur iðnaður muni gegna lykilhlutverki: „Til þess að það geti gengið eftir þarf margt að breytast í umhverfi okkar. Ekki síst það að nú verði almennt farið að taka réttar ákvarðanir í stað allra þeirra röngu sem hafa verið teknar á undanförnum misserum,“ sagði Helgi og vísaði til núverandi stjórnvalda. Helgi sagði einnig að þjóðin hefði bæði vilja og getu til vaxtar: „Við getum endurreist íslenskt atvinnulíf á fáeinum árum og eytt atvinnuleysinu ef almennur skilningur fæst á því að sú endurreisn á sér ekki stað nema með viðvarandi hagvexti. Við viljum hagvöxt.“ Í kjölfarið nefndi formaðurinn að ástæða þess að svo illa gengi að end- urreisa efnahag Íslendinga væri einkum sú að hér séu áhrifamikil öfl sem virðast vera á móti hagvexti og beiti afli sínu gegn endurreisn atvinnulífsins. Unnt sé hins vegar að endurreisa efnahag landsins býsna hratt ef nægur stuðningur ráðandi afla fáist við skynsamlega hagvaxtarstefnu sem hrint yrði í framkvæmd hið fyrsta, án þess að farið væri á svig við eðlilega náttúruverndarstefnu. Áður en endurreisn efnahagslífsins getur átt sér stað – þarf end- urreisn hugarfarsins meðal Íslendinga, að mati Helga. En það er ekki einfalt eða auðvelt verkefni. Engu að síður óhjákvæmilegt ef ekki á illa að fara. Áherslu þurfi að leggja á skjóta og skynsamlega nýting orkuauðlindanna, auk allra þeirra tækifæra sem unnt sé að nýta með markvissum hætti, það muni ráða úrslitum um endurreisn efnahags- lífs Íslendinga. Helgi telur tækifærin vera mörg og þau liggi á ýmsum sviðum en við núverandi ástand sé margháttaður seinagangur grátlegur. Það verði að ryðja hindrunum markvisst úr vegi og hraða framvindu mála. Ef ekki takist að hraða mjög endurreisn atvinnulífsins og tryggja aukna verðmætasköpun með stöðugum hagvexti, þá missi Íslendingar grundvöllinn undan því öfluga velferðar- og menntakerfi sem allir eru sammála um að sé lykill að eftirsóknarverðu þjóðlífi. Samtök iðnaðarins hafa eindregið hvatt til þess að leið verðmæta- sköpunar sé rétta leiðin út úr efnahagsvanda Íslendinga og eru mót- fallin skattahækkunarleiðinni. Verulegar skattahækkanir eins og nú hefur verið gripið til dýpki kreppuna. Fjárhagsvandi ríkissjóðs og sveitarfélaga er að sjálfsögðu ljós en SI telja að leysa eigi fjárhags- vanda þeirra með því að breikka skattstofnana með aukinni atvinnu og öflugrar hvatningar til fjárfestinga í atvinnulífinu. Formaðurinn benti á að Íslendingar hafi á hendi tvo bestu kost- ina í orkuheiminum; jarðhita og vatnsafl, sem eru hreinir, end- urnýjanlegir og fremur ódýrir kostir í sterkri samkeppnisstöðu við umdeilda olíu, gas og kjarnorku, ekki hvað síst út frá umhverf- issjónarmiðum. Að auki höfum við góða samkeppnisstöðu gagnvart öðrum hreinum orkukostum, sem eru dýrari og óáreiðanlegri en jarðhiti og vatnsafl. Okkur ber skylda til að nýta orkuauðlindir þjóðarinnar af skyn- semi og yfirvegun þar sem þess er gætt að langtímahagsmunum sé ekki fórnað fyrir skemmri tíma hagsmuni og við verðum að tryggja að næg orka sé til reiðu fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi, smáa og stóra, jafnt í iðnaði sem öðrum atvinnugreinum. Helgi leggur áherslu á að gengið sé fumlaust til verka: „Stórátak á sviði orkunýtingar er lykillinn að endurreisn Íslands. Miklir erf- iðleikar hafa verið varðandi fjármögnun íslensku orkufyrirtækjanna eftir að kreppan skall á. Vonandi rofar sem fyrst til í þessum efnum en mér finnst fyllilega koma til greina að lífeyrissjóðir landsmanna komi myndarlega að fjármögnunarverkefnum á þessu sviði. Því ekki? Lífeyrissjóðirnir eru öflugir og þá skortir fjárfestingartækifæri nú um stundir.“ Vilji til vaxtar – mótum eigin framtíð iðnþing 2010 Helgi Magnússon, formaður samtaka iðnaðarins Stórátak á sviði orkunýtingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.