Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 97

Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 97
F R J Á L S V E R S L U N • 2 T B L . 2 0 1 0 97 Íslenskur iðnaður losun alcan á Íslandi hf. árið 2008 ári, mæld í CO2- ígildum, nam aðeins 23 kg á hvert fram- leitt tonn af áli en meðalálver losar um 700 kg. alþjóðasamtök álframleiðenda (IAI) hafa staðfest að Alcan á Íslandi hf. náði bestum árangri í heimi árið 2008 við að lágmarka losun flúorkolefna. Flúorkolefni eru sterkar gróðurhúsaloft- tegundir og stór hluti af heildarlosun margra álvera. Losun Alcan á Íslandi hf. árið 2008 ári, mæld í CO2-ígildum, nam aðeins 23 kg á hvert framleitt tonn af áli en meðalálver losar um 700 kg. Með því að skara fram úr á þessu sviði losar álverið í Straumsvík 130 þúsund tonnum minna af CO2-ígildum á ári en ef losun þess væri í meðallagi. Umræddar lofttegundir myndast þegar svonefnt ris verður í kerum en meginor- sakavaldur risa er of lítið magn súráls í keri. Sá sem leiðir viðleitni Alcan á Íslandi hf. við að draga úr risum, og þar með losun þessara lofttegunda, er Gunnar Ari Guðmundsson, leiðtogi tölvustýringar í rafgreiningu. „Það eru margir samverkandi þættir sem skýra þennan góða árangur,“ segir Gun- nar Ari. „Til dæmis þróuðum við sjálfvirka riseyðingu sem styttir risin með því að keyra skautin neðar í kerin þegar ris byrjar að myndast. Einnig er skynjunarbúnaður á brjótunum sem brjóta súrálinu leið ofan í kerin. Búnaðurinn skynjar hvenær brjótur er kominn niður í raflausn, sem þýðir að við getum látið hann ganga dýpra niður en ella, sem aftur greiðir fyrir flæði súráls niður í kerin. Fá álver hafa slíkan búnað, sem á rætur að rekja til Alusuisse, en dæmi eru um álver sem hafa tekið þetta upp eftir okkur.“ Gunnar Ari nefnir ennfremur sjálfvirkt kerfi, sem sendir starfsmönnum í kerskála viðvörun í símboða þegar kertölvurnar skynja að ris geti verið í aðsigi. „Starfsmenn komast þar með fyrr á staðinn til að greina vandamálið.“ Fleiri þýðingarmikil atriði mætti nefna til sögunnar. Til dæmis er staðreynd að kornastærð súráls hefur áhrif á ris og svo vill til að fínt súrál kemur iðulega fyrst upp úr skipunum við löndun. Þetta vandamál var leyst með því að þróa aðferð til að tryggja að þetta fína súrál væri alltaf blandað grófara súráli.“ Eigi árangur að nást gildir að hafa þessi mál til stöðugrar endurskoðunar, að sögn Gunnars Ara. Það er til marks um metnað hans og annarra sem að þessum málum koma að árangurinn árið 2009 var enn betri en árið 2008 en beðið er eftir úrskurði Alþjóðasamtaka álframleiðenda um hvaða fyrirtæki náði bestum árangri það ár. Heimsmet í að lágmarka losun flúorkolefna alcan á íSlandi Gunnar Ari Guðmundsson er í fremstu víglínu í baráttunni við ris, sem valda losun gróð- urhúsalofttegunda. Eitt af meginmarkmiðum Alcan á Íslandi hf. er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.