Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Síða 100

Frjáls verslun - 01.02.2010, Síða 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 Hrói HöTTur H ræddur er ég um að mörgum finnist það vera að bera í bakka- fullan lækinn að koma með enn eina kvikmyndina um Hróa hött. Ridley Scott er greinilega ekki á sama máli þar sem hann hefur haft mörg tækifæri til að hætta við sína útgáfu af Hróa hetti en haldið sínu striki. Nú er svo komið að dýrasta kvikmyndin um Hróa hött lítur dagsins ljós um miðjan maí en þá verður hún frumsýnd í fjölmörgum löndum, meðal annars hér á landi. Kvik- myndin heitir einfaldlega Hrói höttur (Robin Hood). Upprunalega nafnið átti að vera Nottingham, síðan var því breytt í Sheriff of Nottingham áður en Hrói höttur varð fyrir valinu. Ástæðan fyrir þessum nafnabreytingum er að Scott hafði áhuga á að fá Russell Crowe til að leika erkióvin Hróa hattar, fógetann í Nottingham, eftir handriti sem var tilbúið 2007. Crowe var svo sem alveg sáttur við að leika fógetann, en líkaði samt illa við handritið og vildi breytingar, sem voru gerðar og nafninu breytt. Enn var Crowe óánægður og það varð úr í lok árs 2008 að skrifað var nýtt handrit þar sem hlutur fóg- etans var minnkaður og í staðinn lögð áhersla á atburði sem verða til þess að Sir Robin of Loxley, Earl of Huntington, verður útlaginn Hrói höttur og Crowe var fenginn í hlutverk Hróa hattar. Fimm kvikmynda samstarf Sagan af Hróa hetti hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina enda um þjóðsögu að ræða þar sem lítið er vitað um aðalpersónuna og öllum heimilt að túlka á sinn hátt. Það sem hefur gert þjóðsöguna trúverðuga er að þekktum sögupersónum, kóngum og lávörðum er iðulega bætt inn í söguþráðinn, sem og atburðum sem áttu sér stað í mann- kynssögunni og svo er einnig í útgáfu Ridley Scotts. Í upphafi er Sir Robin á leið heim úr krossferð til Austurlanda. Hann kemst fljótt að því að hinn illræmdi fógeti í Nottingham hefur hirt allar eigur hans og hneppt íbúa þorpsins, sem yfirráð hans náðu yfir, í ánauð. Fógetinn er með mikinn herstyrk á bak við sig og það er því ekki um annað að ræða fyrir Sir Robin en að safna saman tryggum stuðningsmönnum og leggjast í útlegð í Skírisskógi með það að markmiði að fella fóg- etann af valdastóli. Einnig leggur hann mikið á sig til að vinna ástir ekkjunnar Lady Marian. Hrói höttur er fimmta kvikmyndin sem Russell Crowe leikur í undir stjórn Ridleys Scott. Samstarf þeirra hófst með Gladiator (2000), A Good Year (2006) var næst, síðan komu American Gangster (2007) og Body of Lies (2008). Þegar Crowe hafði loks samþykkt handritið gaf hann allt í hlutverkið og meðal annars æfði hann sig með boga og örvar og gat í lok æfingatímans hitt í mark af 45 metra færi. Aðrir leikarar í Hróa hetti eru Cate Blanchett, sem leikur Marian, Matthew Macfadyen leikur fógetann í Nottingham. Danny Huston leikur Ríkharð ljónshjarta, Mark Addy Kvik myndir tEXti: HILMAR KARLSSON ridley scott er ekki hrifinn af eldri kvik- myndum um útlagann í skírisskógi. Hann leikstýrir russell Crowe í dýrustu kvikmynd um Hróa hött sem gerð hefur verið Russell Crowe í hlutverki Hróa hattar. Hann var í marga mánuði að læra að skjóta af boga og gat að námi loknu skotið í mark af 45 metra færi. Ridley Scott ræðir við Russell Crowe og Cate Blanchett meðan tökur á Hróa hetti fóru fram.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.