Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 102
Bílar
Alveg hundrað og fimmtíu
tEXti oG ljósmynd:
PÁLL STEFÁNSSON
Um árabil hefur toyota verið
mest seldi bíll á íslandi. nærri
lætur að fjórða hver bifreið
í lýðveldinu sé frá þessum
stærsta bifreiðaframleiðanda
heims. vinsældir toyota land
Cruiser 200/120 eru öllum
kunnar. nú er komin fjórða
kynslóð af minni bílnum, með
kennitöluna 150. reyndar
heitir hann lexus GX í
bandaríkjunum og Prado á
flestum markaðssvæðum, hér
einfaldlega land Cruiser 150.
bíllinn er eðlilegt framhald
af 120 bílnum, svipaður að
stærð, rúnnaðri, líkari stóra
bróður. fallegur? smekksatriði,
en venst ágætlega. vélin sem
boðið er upp á er þriggja lítra
173 hestafla túrbó-dísilvél,
ekkert súpersnögg, en alveg
passleg fyrir þetta mikinn bíl.
Hröðunin er 11,7 sekúndur í
hundraðið. Þokkalegt.
Hundrað og fimmtíu bíl-
inn er byggður á grind, eins
og alvöru jeppi. Hann er með
millikassa sem vantar orðið
því miður í marga lúxusjeppa.
kdss-vökvaþrýstingsfjöðrunin
gerir bílinn bæði rásfastan og
stöðugan í beygjum. Þetta er
eins og að aka góðum fólks-
bíl. sítengt torsen fjórhjóladrif
40:60 gerir bílinn öruggan við
allar aðstæður, hvort sem ekið
er á íslenskum malarvegi eða
á hálkubletti á þjóðvegi.
frágangur að innan er til
fyrirmyndar. Góð sæti, þrjár
sætaraðir, þar sem aftasta
röðin fellur niður í gólfið.
mælaborðið er smekklegt, þó
finnst mér miðjustokkurinn
nokkuð klossaður þar sem
hann rís upp úr mælaborðinu.
stýrið er létt, ef til vill fulllétt
fyrir minn smekk, en svona
vilja flestir hafa það.
sem sagt verðugur arftaki
vinsælasta jeppa á íslandi,
toyotu land Cruiser 120.
102 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0