Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Síða 104

Frjáls verslun - 01.02.2010, Síða 104
Fólk 104 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 Capacent hefur á undanförnum árum unnið fjöldann allan af formlegum verðmatsverkefnum, bæði í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja, skoðun á fjárfest- ingarkostum og mati á eignasöfnum. Breyt- ingar á lögum um fjármálamarkað árið 2007 voru þess eðlis að hluti af þeirri vinnu sem við höfðum sinnt varð starfsleyfisskylt. Þá höfum við einnig stýrt söluferlum, m.a. sem ráðgjafi framkvæmdanefndar um einkavæðingu vegna sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja en ljóst var að lagabreytingarnar höfðu í för með sér að við hefðum að óbreyttu ekki getað sinnt slíkum verkefnum áfram. Við ákváðum því undir lok árs 2007 að sækja um starfsleyfi til Fjármálaeftirlitsins og vorið 2009 var komið að þeim punkti í ferlinu að setja alla okkar starfsemi á þessu sviði inn í sjálfstætt dótt- urfélag Capacent. Fljótlega eftir stofnun dótturfélagsins varð það úr að við fórum í samstarf við Glacier Partners í New York og var m.a. nafni dótt- urfélagsins breytt í Capacent Glacier hf. Í tengslum við nýtilkomnar breytingar á eign- arhaldi hafa leiðir nú skilið og nafninu því breytt aftur og nú í Capacent Fjárfesting- arráðgjöf hf. Eins og nafnið ber með sér er þessi eining hluti af þjónustuframboði Capa- cent, og situr þar m.a. við hliðina á almennri rekstrarráðgjöf og ráðgjöf um stefnumótun fyrirtækja.“ Sigurður segir kjarnann í starfseminni liggja í verðmötum, sem og tengdum verkefnum, s.s. virðisrýrnunarprófum, fýsileikakönnunum, arðsemismötum og sanngirnismati (e. fair- ness opinion) og ráðgjöf við kaup og sölu á fyrirtækjum. „Í tengslum við slík verkefni sjáum við einnig ákveðin tækifæri í umsjón með útgáfu skuldabréfa, einkum þar sem skuldabréfin eru tryggð með veðum og þar sem útgáfan er hluti af skýrt skilgreindri og heildstæðri fjármögnunarstefnu útgefandans. Það er ljóst að fjölmörg fyrirtæki munu fara í gegnum endurskipulagningu hjá bönk- unum í náinni framtíð og aðkoma okkar sem óháðra fyrirtækjaráðgjafa verður mikilvæg til að styðja við það ferli. Ég kem sjálfur af gólfinu í þeim skilningi að ég byrjaði minn feril í verðmatsverkefnum og stýrði lengi allri verðmatsvinnu Capacent. Undanfarin 2-3 ár hef ég snúið mér meira að kaupum og sölu fyrirtækja en aðrir starfs- menn tekið við keflinu í verðmatsvinnunni. Ég geri ekki ráð fyrir að þessar áherslur breyt- ist við það að ég taki framkvæmdastjórastól- inn hjá Capacent Fjárfestingarráðgjöf hf. Það sem mun breytast er fyrst og fremst það að ég mun beita mér meira í að selja þjón- ustu félagsins og verða sýnilegri út á við. Af áhugamálum er það helst að segja að ég spila golf og labba með hundinn, sem er Beagle og heitir Max, en þessi áhugamál á ég sameiginleg með konunni minni. Golfið er reyndar augljós kostur fyrir okkur þar sem við búum í Staðarhverfi í Reykjavík, sem er umlukið Korpuvelli GR. Næst á dagskrá hjá okkur hjónunum er páskafrí í Genf, en þar býr dóttir okkar og það er aldrei að vita nema við verðum þar aftur á ferðinni í sumar.“ Sigurður Harðarson: „Það sem mun breytast er fyrst og fremst það að ég mun beita mér meira í að selja þjónustu félags- ins og verða sýnilegri út á við.“ SIGURÐUR HARÐARSON framkvæmdastjóri Capacent fjárfestingarráðgjafar nafn: sigurður Harðarson fæðingarstaður: reykjavík, 28. nóvember 1962 foreldrar: Hörður stefánsson og Halldóra Haraldsdóttir maki: Helga sigurðardóttir Börn: Pálína, 30 ára, Pétur, 27 ára, stefán alexis, 17 ára og daníel Emil 14 ára menntun: mba frá london business school og próf í verð- bréfamiðlun tEXti: HILMAR KARLSSON mynd: GEIR ÓLAFSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.