Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 9
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 9
LiSA og SharePoint Eskill vinnur aðallega í tveimur vefumsjónar
lausnum sem vefirnir verða til í. Annars vegar er það LiSA, sem hefur
verið í notkun frá árinu 1997 og er í stöðugri þróun og hins vegar
er það SharePoint sem ætlað er stærri fyrirtækjum: „Við erum alltaf
að bæta LiSU, koma með nýjar útgáfur og uppfæra þætti sem fyrir
eru til að þjóna viðskiptavinum okkar eins og best verður á kosið. Í
SharePoint, sem er tiltölulega nýtt á markaðinum, erum við einnig
að útbúa vefi og veflausnir. Þau verk
efni snúa oft að því að tengja saman
upplýsingar héðan og þaðan úr fyr
irtækinu, líkt og í LiSUnni, auð
velda samvinnu og vinna skipulega
með skjöl. Slíkar samtengingar eru mikilvægar þar sem þær þjónar
vel sem eitt viðmót ofan á mörg kerfi. Viðskiptavinir okkar eru yfir
150 og gera miklar kröfur þegar kemur að veflausnum sem gerir
okkur kleift að viðhalda
þekkingu okkar og hvetja
okkur til að kanna sífellt
nýjar lendur.“
Sigrún Eva segir stöðu
Eskils sterka á markaðinum:
„Ég vil meina að hin sterka staða okkar á markaðnum eigi sér meðal
annars skýringu í því að við höfum þegar átt í löngum og traustum
viðskiptum við mörg fyrirtæki sem þýðir að viðskiptavinir geta treyst
okkur.“
Starfsfólkið skiptir öllu máli Sigrún segir starfsfólkið vera lykil
atriðið í rekstrinum: „Við höfum á að skipa frábæru starfsfólki
sem kann til verka og hefur aflað sér þeirrar menntunar sem til
þarf. Hér starfa rúmlega fjörutíu manns með mikla þekkingu og
reynslu, er víðsýnt og aflar sér upplýsinga um það sem er að gerast
hverju sinni en hluti af því að vinna í veflausnum er að fylgjast með
tískustraumum.
Að fylgjast vel með er lykilatriði í því tölvuumhverfi sem Eskill
er að vinna í. Kunnátta á tölvur er alltaf að aukast og fyrirtækin
leggja því meiri og meiri áherslu á að vefsíða þeirra fylgi eftir kröfum
nútímans. Allt frá ungum skólakrökkum upp í eldri borgara nota
Netið og er ég ekki frá því að stærsta og besta auglýsing sem fyrirtæki
getur fengið sé að vera með faglega unna og skilvirka vefsíðu. Hún er
alltaf á sínum stað á meðan auglýsingar í blöðum og ljósvakamiðlum
koma og fara.“
Lynghálsi 9 · 110 Reykjavík
Sími 5940000
www.eskill.is · info@eskill.is
„Ég er ekki frá því að stærsta og besta auglýsing
sem fyrirtæki getur fengið sé að vera með
faglega unna og skilvirka vefsíðu. Hún er alltaf
á sínum stað á meðan auglýsingar í blöðum og
ljósvakamiðlum koma og fara.“
Dæmi um ytri vefi og
þjónustuvefi sem
unnir eru af Eskli
www.kaupthing.is
www.kaupthing.com
www.stod2.is
www.avant.is
www.nova.is
www.actavis.is
www.brimborg.is
www.husasmidjan.is
www.penninn.is
www.ossur.com
og margir fleiri .....
Dæmi um innri vefi
viðskiptavina sem
unnir eru af Eskli
Innri vefur Kaupþings
Innri vefur CCP
Innri vefur Landsnets
Innri vefur Actavis
Innri vefur Framkvæmdasýslu
ríkisins
Innri vefur Hagstofunnar
Innri vefur Fasteignamats
ríkisins
Innri vefur Toyota
Innri vefur 365 miðla
Innri vefur Baugs Group
og margir fleiri .....
Vinnuumhverfi Eskils er opið og góður andi svífur yfir vötnum.