Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 Stafrænt heimili F lest heimili í dag eru hönnuð með það markmið í huga að í nánast öllum herbergjum eða rýmum sé gott aðgengi að rafmagni, síma og tölvu- tenglum. Síminn hefur efnt til samstarfs við fagaðila í byggingariðnaði sem skilaði upplýsingum um það hvers konar lagnir og búnaður þurfi að vera til staðar svo fólk fái notið allra þeirra möguleika sem stafræn heimili geta boðið núna og í náinni framtíð. Þetta geta hönnuðir nýtt sér og jafnframt fólk sem ætlar að hanna sín heim- ili frá grunni. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir að á stafrænu heimili sé meðal ann- ars gert ráð fyrir lögnum fyrir Internet, sjónvarp, öryggis- og stýrikerfi, að allur búnaður sé staðsettur miðlægt og að aðgengi að þeirri þjónustu sem fólk kýs sé með einföldum hætti. „Einfaldleikinn skiptir miklu máli og er skýlaus krafa notenda.“ Sem dæmi um möguleikana á stafrænum heimilum er að Internetgáttin er orðin eins og margmiðlunarstöð heimilisins. „Internetteng- ingar til heimila eru sífellt að verða bandbreiðari og í sama takti vex bandbreiddarþörf heimilanna. Tónlist, kvikmyndir og annað stafrænt efni hefur að und- anförnu færst yfir á tölvur sem auðveldar geymslu og aðgengi að efninu. Einnig hefur önnur þjónusta eins og t.d. talsímaþjónusta færst í auknum mæli yfir á Internetið með lausnum eins og VoIP, Skype og Tölvusímanum. Tölvan er þess vegna að breytast í eins konar miðstöð heimilisins fyrir skemmtun, samskipti og nálgun upplýsinga. Með einföldum hætti er svo hægt að tengja tölvurnar við sjónvarpstæki og stýra í gegnum sjónvarpið öllu efni og lausnum sem geymdar eru í tölvunni.“ Nýir kostir við hvers kyns upplýsingaöflun Stafrænt heimili snýst þó ekki eingöngu um aukið skemmtanagildi því upplýsingarnar sem Síminn hefur sett upp fyrir stafræn heimili gera ráð fyrir þjónustu frá öryggisfyrirtækjum og að íbúar geti sett upp ýmsar stýringar eins og ljósa-, hita-, hljóð- eða myndstýringar. Þetta hefur í för með sér að hægt er að stjórna heimilis- tækjum og ljósum með rofum, snertiskjám, fjarstýringu, tölvu og jafnvel farsíma þannig að viðkomandi þarf t.d. ekki einu sinni að vera heima hjá sér til að slökkva öll ljós í íbúðinni. Með miðlægu hljóðkerfi er hægt að skilgreina mismunandi svæði í húsnæði og stýra hljóði eða tónlist á hverju svæði fyrir sig. Þannig gæti t.d. hljóðrás frá sjónvarpinu verið stillt í sjón- varpsrýmið, útvarp með frétt- unum í eldhúsið, jazztónlist á baðherbergið og poptónlist í barnaherbergin á sama tíma. Með stafrænu heimili opn- ast fólki nýir kostir við hvers kyns upplýsingaöflun. Maður sem horfir á sjónvarp getur fundið hvers kyns ítarefni um það sem glæðir áhuga hans hverju sinni hvaðan sem er úr íbúðinni. Upplýsingaþjónusta sem er aðlöguð áhugasviði hvers heimilismanns verður til reiðu. Dæmi um þetta er fjar- kennsla. Á stafrænu heimili er hægt að setja upp mynd- símafundi og þannig að taka þátt í kennslustundum þótt menn séu staddir heima hjá sér. Ýmis önnur upplýsingaþjónusta tengist stafrænum heimilum. Má þar nefna fjargeymslu upplýsinga þar sem menn geyma mikilvæg gögn á fjarlægum stað, t.d. hjá fyrirtæki eins og Símanum. Þetta eykur gagnaöryggið til muna. t.d. eyðileggjast ekki fjölskyldumyndirnar þótt vá beri að höndum á heimilinu. Síminn býður nú þegar upp á þessa lausn sem kallast Safnið en þeir sem hafa aðgang Síminn Upplýsingarnar sem Síminn hefur sett upp fyrir stafræn heimili gera ráð fyrir þjónustu frá öryggisfyrirtækjum og að íbúar geti sett upp ýmsar stýr- ingar eins og ljósa-, hita-, hljóð- eða myndstýringar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.