Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 8
KYNNING8 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8
E
skill er eitt öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki landsins á sviði
veflausna. Fyrirtækið smíðar, útfærir og veitir leiðsögn um
uppsetningu og efnistök vefsvæða. Mikið er lagt upp úr
góðri hönnun og faglegri ráðgjöf, en starfsmenn Eskils
sinna einnig margbreytilegum sérverkefnum í hugbúnaðargerð.
Þann 1. september í fyrra sameinuðust fyrirtækin Innn og Eskill
undir merkjum Eskils. Bæði fyrirtækin eiga sér langa og farsæla sögu í
hugbúnaðargerð sem teygir sig allt aftur til ársins 1997. Innn hafði lagt
kapp á sérhæfingu í veflausnum og á vöruþróun vefumsjónarkerfis
ins LiSA sem er eitt af útbreiddari íslenskum vefkerfum. Starfsmenn
Eskils höfðu aftur á móti unnið í hugbúnaðarverkefnum fyrir mjög
stóra viðskiptavini, í veflausnum í vefkerfinu NetQbs, og höfðu til
einkað sér sérþekkingu á Microsoft SharePoint.
Stór og millistór fyrirtæki Sigrún Eva Ármannsdóttir er fram
kvæmdastjóri Eskils og segir hún fyrirtækið vel í stakk búið til að
takast á við öll þau verkefni sem til þeirra koma, stór sem smá: „Sér
staða okkar felst í því að við höfum í mörg ár séð um og sérhæft okkur
í veflausnum og innan fyrirtækisins er því mikil reynsla og menntun.
Sú áhersla sem fyrirtæki í dag leggja á netsíður sínar er byggð á þeirri
staðreynd að margir hefja viðskipti við fyrirtæki yfir Netið, hvort sem
það er til að skoða þjónustu og vöruframboð, upplýsingar eða að
versla. Vefsíða fyrirtækis er ásjóna þess út á við og fagleg framsetning
upplýsinga á Netinu eykur traust. Innri vefir byggja í raun á sömu
hugmynd, nema hvað slíkur vefur er einungis ætlaður starfsmönnum
viðkomandi fyrirtækis.
Viðskiptavinir okkar eru fjölbreyttir og starfa á nær öllum sviðum
atvinnulífsins. Við einbeitum okkur að stórum og millistórum fyrir
tækjum og stofnunum, þó svo að minni fyrirtæki leiti einnig oft til
okkar. Við leggjum mikla áherslu á að laga sérfræðivinnu okkar að
stefnumörkun fyrirtækja, hvort sem er í viðmótshönnun eða grafískri
hönnun. Við sendum frá okkur fjölbreytta vefi sem eru lagaðir að
hverjum viðskiptavini fyrir sig en það gerum við meðal annars með
því að vera í nánu sambandi við viðskiptavini okkar. Eskill er ekki
að selja hilluvöru heldur er virkilega verið að huga að því hvernig
framsetning efnis á vefsíðum þjónar markmiðum fyrirtækja. Verkefni
okkar er því að setja okkur í spor notenda og einfalda aðgengi að
vörum og þjónustu.“
Vefsíðan er þinn eigin fjölmiðill
Auglýsing sem aldrei hverfur
Sigrún Eva Ármannsdóttir,
framkvæmdastjóri Eskils,
og Óli Freyr Kristjánsson
verkefnastjóri.