Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 39
DAGBÓK I N F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 39 16. apríl bjArni vill Í nýjA bSÍ Einn allra þekktasti veitingamaður lands- ins, Bjarni Alfreðsson á Umferðarmiðstöðinni, var í stórskemmtilegu viðtali í Fréttablaðinu vegna nýju samgöngumiðstöðvarinnar sem reisa á norðan við Loftleiðahótelið og á að vera fullbúin árið 2010. Bjarni er löngu orðinn kunnur fyrir heimilismatinn sinn á Umferðarmiðstöðinni, BSÍ, en hann er einlægur baráttumaður fyrir hinni séríslensku matarhefð – þótt hann bjóði líka upp á alþjóðlegt hlaðborð á Umferðarmiðstöðinni og nútíma skyndibitalínu. Bjarni leggur mikið upp úr því að komast að í hinni nýju samgöngumiðstöð. „Ég hef ekki tryggt mér pláss, en ég ætla að rétta að vona að það verði tekið tillit til mín. Mér fyndist eðlilegast að við værum í forgangi enda erum við búin að að bjóða upp á þessa þjónustu í þrjá áratugi,“ segir hann í viðtal- inu við Fréttablaðið og bætir við: „Ég hef gefið mig út fyrir að vera verndari sviðakjamm- ans í Vatnsmýrinni og hef staðið mig þokkalega, held ég. Við höfum verið að reyna að selja þennan gamla íslenska heimilismat sem aðrir eru ekki með. Við erum að halda í hefðina og þetta er orðið heimsfrægt, þökk sé Mýrinni.“ Þegar Frjáls verslun sló á þráðinn til Bjarna sagðist hann ólmur vilja annast veit- ingareksturinn í hinni nýju samgöngumiðstöð. Hann væri með margt nýtt á prjónunum yrði hann með veitingarekst- urinn. „Ég mun leggja mikið upp úr hinu norræna eldhúsi sem núna er að ryðja sér til rúms og sást m.a. á Food and fund hátíðinni fyrr í vetur. Þessi matargerð byggir á fersku, norrænu hráefni. En ég mun að sjálfsögðu einnig bjóða upp á íslenska heimilis- matinn þótt ég muni stilla honum svolítið öðru vísi fram. Skyndibitalínan hjá mér mun einnig halda sér. Þannig að þetta yrði norræn, íslensk og alþjóðleg lína hjá mér - og auðvitað undir núverandi heiti, Fljótt og gott, en þannig þarf það að vera á umferðarmið- stöðvum,“ segir Bjarni. Núverandi umferðarmið- stöð stendur á lóð sem ætluð er hátæknisjúkrahúsinu og því verður hið sögufræga samgöngumannvirki í Vatnsmýrinni að víkja. Bjarni Alfreðsson, veitingamaður á BSÍ. Hann vill í nýju umferðarmið- stöðina með ýmsar nýjungar. 9. apríl 4 voGunArSjóðir Stóðu Fyrir áráSum Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, varp- aði talsverðri bombu þennan dag í Markaði Fréttablaðsins þegar hann sak- aði fjóra erlenda vogunarsjóði um að hafa staðið fyrir kerfisbundnum árásum á íslenskan fjármálamarkað og íslensku bankana síðustu vikur og mánuði. Hann sagði í þessu athygl- isverða viðtali í Fréttablaðinu að miklu hafi verið kostað til hjá vogunarsjóðunum í þeim tilgangi að hagnast með skortstöðum í hlutabréfum og skuldatryggingum. Hann sagði að allt útlit væri fyrir að atlögunni hefði verið hrundið með því að fara í hart við þá vogunarsjóði sem hefðu ætlað að keyra íslenska banka í þrot og hagnast sjálfir á því. „Mér sýnist að það séu einkum fjórir vogunarsjóðir sem hafa stundað þetta af miklum krafti,“ sagði Sigurður í Fréttablaðinu og nefndi til sög- unnar Trafalgar, Lansdowne, Ako Capital og Cheney, sem allir hefðu höfuðstöðvar í Lundúnum. Ljóst væri að þessir aðilar og fleiri hefðu tekið skort- stöðu í skuldatryggingum, en snúið sér svo að því að hafa kerfisbundið samband við erlenda fjölmiðla og greiningardeildir banka með neikvæðar spurningar og athugasemdir um íslenskt efnahagslíf og bankana. Við það hefði skuldatrygg- ingarálag tekið að hækka og þeir náð umtalsverðum hagnaði gegnum skort- stöður sínar. Sigurður sagði að álagið færi lækkandi og þar með ágóði skorttökuaðila, auk þess sem greinendur og fjölmiðlamenn væru meira á varðbergi fyrir fréttum af Íslandi en áður. 10. apríl ásökunum stjórnarformanns Kaupþings vísað á bug Fréttablaðið ræddi við Andrew Honner, upplýsingafulltrúa breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners, um orð Sigurðar Einarssonar að sjóð- urinn hefði verið einn þeirra sem staðið hefði fyrir árásum á íslensku bankana og íslenska efnahagskerfið með því að taka skortstöðu og hafa síðan kerfis- bundið samband við breska fjölmiðla og greiningardeildir þarlendra banka til að keyra skuldatryggingaálagið upp og fella hlutabréf bankanna. „Ásakanir þess efnis að við höfum reynt að tala niður hlutabréfaverð eru alvarlegar. Við vísum þeim á bug,“ var svar Andrew Honner. Sigurður Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.