Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 102
Lífsstíll
102 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8
Svo mörg voru þau orð
„Ákvörðunartaka og traust byggist á því að vera sjálfs-
öruggur. Leiðtogar búa yfir sjálfsöryggi til að taka ákvarð-
anir. Til að öðlast traust þarf leiðtogi að sýna fram á að hann
treysti og trúi á sjálfan sig. Það er erfitt fyrir starfsfólk að
treysta leiðtoga sínum ef hann gerir það ekki sjálfur.“
Sigurður Ragnarsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans
á Bifröst. Morgunblaðið, 3. apríl.
„Rannsóknir hafa sýnt að þegar mikil óvissa kemur upp eins
og nú, hefur fólk tilhneigingu til að fara inn í hellinn sinn. Það
eyðir meiri tíma heima með fjölskyldu og vinum. Vörur sem
allir urðu að eiga í gær eru vörur sem hægt er að lifa án í
dag. Skilaboð þurfa að taka mið af þessu og verða ef til vill
að vera mýkri en áður. Fólk eyðir mun meiri tíma í að finna
varanlegar neysluvörur á samdráttartímum og er mun harðara
í að bera saman verð og semja. Fólk leitar sem aldrei fyrr að
góðum „díl“ áður en það verslar.“
Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Icelandair
í Bretlandi. Markaðurinn, 26. mars.
Frjáls verslun fyrir 32 árum
Vinnan er áhugamálið:
SkemmTileGT,
Gefandi oG
áhuGaverT
„Þetta eru oft erfiðar og langar flug-
ferðir sem taka jafnvel 35-40 klukku-
stundir. Þá tekur við vinna og svo fer
maður heim. Ég reyni að fara eins lítið út
og ég mögulega get. Mér finnst þó gaman
að vera í framandi umhverfi og hitta fólk
frá ýmsum menningarsvæðum.“
Á meðal nýrra verkefna
Þróunarsamvinnustofunar er bygg-
ðaþróunarverkefni í þróunarlöndum;
bæta á afkomu fiskimanna og styrkja
stjórnsýsluna. Þá má nefna verkefni í
Namibíu, Nicaragua...
„Áhugamál mín hafa alltaf tengst starf-
inu,“ segir Sighvatur Björgvinsson, forstjóri
Þróunarsamvinnustofnunar. „Þegar ég hvarf
af sviði stjórnmálanna eftir 35 ár hvarf um
leið þessi mikli stjórnmálaáhugi sem ég
hafði.“ Í dag á núverandi starf hug hans
allan.
,,Þetta er skemmtilegt, gefandi og
áhugavert starf og því fylgir mikið álag. Ég
er til að mynda í samskiptum við áhugavert
fólk,“ segir Sighvatur sem ferðast mikið
starfs síns vegna; hann segir þó þann hluta
starfsins ekki vera skemmtilegastan.
Sighvatur Björgvinsson.
„Mér finnst þó gaman að
vera í framandi umhverfi
og hitta fólk frá ýmsum
menningarsvæðum.“