Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 103

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 103
fólk F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 103 en þar sem yngsta barnið okkar fæddist haustið 2004 hefði það næsta átt að koma núna í haust. Við ákváðum að láta staðar numið og fengum okkur í staðinn hann Goða sem er 6 mánaða Golden Retriever hvolpur. Hann er um þessar mundir að stíga sín fyrstu spor í fjallgöngusporti fjölskyldunnar. Fjölskyldan er með göngubakteríuna og við göngum á fjöll vikulega með tvö eldri börnin og Goða. Við gengum á Vífilfell um síðustu helgi og ætlum okkur að glíma við Stóra-Kóngsfell um þá næstu. Svo erum við búin að skipuleggja fjórar langar göngur í sumar og verðum því talsvert á fjöllum. Við förum líka í fjallaferðir á veturna og má segja að göngu- og jeppaferðir eigi hug okkar. Frábært sport fyrir alla fjölskylduna, til að mynda fórum við í fyrra með eldri strákinn okkar, sem þá var 6 ára, á Fimmvörðu- háls. Mér finnst það ákveðin forréttindi að hafa aðgang að landi eins og Íslandi og allt of lítið um það að Íslendingar ferðist um landið sitt. Svo fer fjölskyldan saman á skíði, erum búin að fara tvisvar norður á Akureyri frá áramótum þar sem hluti fjölskyldunnar býr og svo eyddum við viku í janúar á Ítalíu á skíðum í stórum og góðum vinahópi.“ Arna Hansen: „Mér finnst það ákveðin forréttindi að hafa aðgang að landi eins og Íslandi og allt of lítið um það að Íslendingar ferðist um landið sitt.“ markaðsstjóri Heilsuverndarstöðvarinnar ArnA hAnsen Heilsuverndarstöðin er einkarekið fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum undanfarið. Meðal þess sem borið hefur á góma tengt því er rekstur athvarfs fyrir heimilislausa í samstarfi við velferðarráð borgarinnar, 30 rúma dagvistar- deild, 20 rúma legudeild í samstarfi við heilbrigðis- ráðuneytið og opnun læknamóttöku fyrir ósjúkratryggða innflytjendur. Fyrirtækið er í gömlu Heilsuverndar stöðinni við Barónsstíg. Arna Hansen starfar sem markaðsstjóri Heilsuverndarstöðvarinnar. „Ég hóf störf hjá fyrirtækinu, sem þá hét InPro, fyrir tveimur árum og var fengin til þess að stofna Heilsuvernd- arstöðina sem þá var lítil eining innan InPro. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni, ég bjó til heimasíðu og logo og var með um 10 starfsmenn í vinnu. Þá fór starfsemi fyrirtækisins að stærstum hluta fram á álversframkvæmdasvæðinu á Reyð- arfirði en þar vorum við með 30 starfsmenn þegar mest var, vorum hluti af öryggis-, umhverfis- og heilsuteymi Bechtels og rákum sólarhringssjúkraskýli fyrir starfsfólkið á staðnum. Í dag er starfið mitt fjölþætt en tíminn fer að stórum hluta í fundi ásamt tilboðs- og samningagerð til fyrir tækja sem vilja efla heilsu- og vinnu- vernd starfsmanna. Ég kláraði hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og eftir stutt stopp á Land- spítalanum byrjaði ég hjá Vistor sem þá hét Pharmaco og vann við markaðssetningu lyfja fyrir bandaríska fyrirtækið Pfizer í rúm átta ár. Þetta var mjög skemmtilegur tími, ég tók þátt í að markaðssetja eitt þekktasta lyf heims sem allir biðu spenntir eftir árið 1999, Viagra. Hjá Vistor var gott að vinna, mikið af góðu fólki sem er meðal minna nánustu vina í dag.“ Arna er gift Guðjóni Norðfjörð viðskipta- fræðingi sem er sviðsstjóri viðskiptaráðgjafar hjá fyrirtækinu Ernst og Young: „Við eigum þrjú börn sem fædd eru á fjögurra ára fresti að hausti. Ákaflega hentugt að hafa reglu á hlutunum Nafn: Arna Hansen. Fæðingarstaður: Reykjavík, 19. janúar 1970. Foreldrar: Valdemar Hansen svæfingalæknir og Erna Andrésdóttir húsmóðir. Maki: Guðjón Norðfjörð. Börn: Ísold, 11 ára, Nökkvi, 7 ára og Ísak, 3 ára. Menntun: MBA frá Háskólanum í Reykjavík 2005 og B.Sc. í hjúkrun 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.