Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8
19. mars
Óinnleystur „gengis
hagnaður“ bank
anna 154 milljarðar
Á sama tíma og gengi krón
unnar féll snöggt í dymbilvik
unni sagði Morgunblaðið frá því
að óinnleystur gengishagnaður
viðskiptabankanna þriggja af
lækkun krónunnar vikurnar
þar á undan næmi um 154
milljörðum króna. Þar af væri
hagnaður Kaupþings um 101
milljarður frá áramótum en
hagnaður Landsbankans og
Glitnis væri um 53 milljarðar til
samans.
Sagt var frá því að gengis
vísitalan hefði komist í rúm
152 stig í dymbilvikunni en
hæsta gengi þar á undan hefði
verið 151 stig í lok nóvember
árið 2001. Um áramótin sl. var
gengisvísitalan 120 stig.
Óinnleystur „hagnaður“ bank-
anna 154 milljarðar vegna veik-
ingar krónunnar.
19. mars
Óvarlegt að tala
um gengishagnað
Forráðamenn bankanna voru
ekki hressir með þá fram
setningu að bankarnir væru
að græða stórfé á veikingu
krónunnar. Þeir sögðu að það
væri röng framsetning. Hið
rétta væri að ræða um vörn á
eigin fjárhlutfalli. Kaup þeirra á
gjaldeyri væru sveiflujöfnunar
aðgerð.
Þannig sagði Hreiðar Már
Sigurðsson, forstjóri Kaupþings,
við Morgunblaðið að hið rétta í
málinu væri að Kaupþingi hefði
tekist að verja eiginfjárhlutfall
bankans. „Megnið af þeirri upp
hæð sem hér er um að ræða
bætist við eigið fé bankans
en lítill hluti þess bókast sem
hagnaður af veltufjáreignum á
rekstrarreikningi bankans. Hið
rétta er að
okkur hefur
tekist að
verja eig
infjárhlutfall
bankans
í gegnum
þessar
miklu
sveiflur sem
hafa orðið á gjaldeyrismarkaði
á undanförnum vikum.“
27. mars
Með Ísland
á heilanum
Erlendir fjölmiðlar hafa aldrei
áður sýnt íslensku viðskiptalífi
jafnmikinn áhuga og á þessu
ári. Sumir hafa þó greinilega
meiri áhuga á landinu en aðrir.
Þannig eru breskir og danskir
fjölmiðlar með Ísland nánast á
heilanum þrátt fyrir að banka
menn í báðum þessum löndum
séu á taugum yfir ástandinu
heima fyrir.
En þennan dag sagði t.d.
Daily Telegraph að ástandið
á Íslandi gæti haft áhrif á
Tyrkland, Eystrasaltsríkin,
Balkanríkin, Ungverjaland
og hugsanlega SuðurAfríku.
Var þetta rökstutt með þeim
orðum að þetta væru allt lönd
sem lifað hefðu um efni fram
og stoppað í fjármálagöt með
ódýru lánsfjármagni. Erlend lán
þessara ríkja hefðu vaxið langt
umfram „öruggan hámarks
hraða“.
Daily Telegraph: Ísland – víti til
varnaðar.
Blaðið bætti því svo við að
brothætt hagkerfi Íslands ætti
að vera öðrum löndum víti til
varnaðar.
27. mars
Svarthvít niðurstaða
í forstjórakönnun
Það þurfti ekki að koma mjög
á óvart að stjórnendur 400
stærstu fyrirtækja landsins
væru töluvert svartsýnni en
áður um ástandið í íslensku
viðskiptalífi. Enda var
það niðurstaðan í könnun
Seðlabankans sem birt var í
Hagvísum Seðlabankans.
Fram kom að tæp 50% fyrir
tækja töldu aðstæður vera
slæmar, samanborið við tæp
lega 20% í desember sl.. Hins
vegar voru horfur framundan
betri en áður að mati forsvars
manna fyrirtækjanna. Rúmlega
25% töldu að aðstæður yrðu
betri eftir sex mánuði, saman
borið við 16% í síðustu könnun.
Þetta er því nokkuð merki
leg niðurstaða: Fleiri svartsýnni
en áður – en líka bjartsýnni.
Eigum við að segja að þetta sé
svarthvít niðurstaða?
28. mars
Auður kvenna
vex hratt
Halla Tómasdóttir, starfandi
stjórnarformaður Auðar Capital,
sagði á námstefnunni Virkjum
fjármagn kvenna sem haldin
var á Hótel Nordica, að fjár
auður kvenna um allan heim
yxi með miklum hraða mun
meiri hraða en margir gerðu sér
grein fyrir.
D A G B Ó K I N
TExTi: Jón G. Hauksson • MyNDiR: Geir ólafsson o.fl.
Það voru svartir dagar
í dymbilvikunni.
19. mars
Svartir dagar
fyrir páskafrí
Landsmenn fóru í páskafrí
nokkuð áhyggjufullir út
af efnahagsmálum. Það
voru svartir dagar í geng
ismálum í dymbilvikunni og
krónan hafði látið skarpt
undan. Þannig fór sterl
ingspundið í 156 krónur
miðvikudaginn 19. mars,
daginn áður en flestir
skunduðu í páskafrí. Evran
fór í 123 krónur og doll
arinn í 78 krónur. Krónan
hefur heldur styrkst frá
páskum en samt ekki svo;
það hefur verið bitamunur
frekar en fjár.
Hreiðar Már
Sigurðsson.