Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 93

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 93
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 93 „Þetta var eins og hvert annað hunds- bit. Ég hugsa ekki um það heldur öll þau tækifæri sem ég hef fengið í lífinu og þá góðu viðskiptavini sem ég hef átt. Sömuleiðis þá frábæru vini sem ég hef átt að í búðunum hér í nágrenninu,“ segir Jórunn en þess má geta að verslun hennar er í húsnæði sem Handprjónasambandið á. Þótt verslunin sé skráð til heimilis að Skólavörðustíg 19 þá er hún Klapparstígsmegin. Þeir, sem vita ekki hvar bestu sængurföt og dúka bæjarins er að finna, geta þurft að leita í dálítinn tíma að versluninni og þannig var það með Pál Kjartansson ljósmyndara sem er nýkominn á staðinn til að mynda hinn aldna verslunar- eiganda. „Ég hringdi í eiginkonuna sem var með þetta alveg á hreinu. Sjálfur hefði ég átt að vita þetta þar sem ég hef síðustu árin sofið við sængurföt sem Jórunn seldi okkur,“ segir Páll. Jórunni þykir greinilega lofið gott og í samtali okkar kemur fram að þegar fyrri eigandi hússins seldi húsnæðið til Hand- prjónasambandsins þá hafi hann sett það skilyrði að Jórunn fengi að halda sínu rými áfram á meðan hún lifði eða stundaði versl- unarrekstur gegn 20 þúsund króna mán- Ég er engin hetja en ég er til vitnis um að lífið getur verið ævintýri. Það kemur allt, sem mann vantar, upp í hendurnar á manni. aðargreiðslu. Það hefur staðið eins og stafur á bók og hefur leigugreiðslan verið greidd skilvíslega með ávísun í hverjum mánuði. ,,Mér finnst þjóðin vera á réttri leið“ Jórunn segist ekki geta verið annað ánægð en ánægð á þessum tímamótum og hún setjist í helgan stein sátt við Guð og menn. „Það eru allir að tala um að allt sé að fara á verri veg í þjóðfélaginu. Það er ekki mín tilfinning. Ef eitthvað er þá finnst mér að þjóðin sé á réttri leið. Samhjálpin er miklu meiri og hrokinn, sem mér fannst vera alltof mikill á sínum tíma, er að mestu horfinn. E.t.v. var stéttaskiptingin meiri í gamla daga. Samfélagið er nú miklu opnara og betra en það var fyrrum. En hvað er ég að segja um lífið? Ég þekki bara lífið hér við Skólavörðustíginn og það hefur verið gott líf og götunni, íbúunum og þeim, sem hingað hafa sótt, til mikils sóma. Ég hef ekki tölu á þeim leyndarmálum, sem mér hefur verið trúað fyrir í áranna rás, og þau fara með mér í gröfina. Hér hef ég eignast minn skilning á lífinu og fyrir það þakka ég af heilum hug. Ég bið sömuleiðis fyrir hjartans kveðjur til allra þeirra sem ég hef átt viðskipti við á undanförnum áratugum. Án þeirra hefði verslunin aldrei gengið,“ segir Jórunn Brynj- ólfsdóttir. En síðustu spurningunni um hvað taki nú við þegar hún hættir verslunarrekstr- inum svarar hún: „Ég er ekki hrædd um að mér muni leiðast þótt ég muni vissulega sakna búðarinnar. Ég hef sem betur fer aldrei þurft að nota gler- augu og les mikið. Það er mitt helsta áhuga- mál. Og svo mun ég sennilega halda áfram að reikna í huganum. Ég hef aldrei lært á tölvu og sennilega er ég orðin of gömul til þess. Mér þykir betra að fara aftur í tímann og sækja í minningarnar í stað þess að takast á við hluti sem ég kann engin skil á.“ Jórunn Brynjólfsdóttir og Sigurveig dóttir hennar í Verslun Jórunnar Brynjólfsdóttur að Skólavörðustíg 19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.