Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 e n g l a n e t arformennsku í Seed Forum Iceland. Eyþór hefur unnið talsvert með dönskum við- skiptaenglum í starfi sínu sem forstöðumaður nýsköpunar- og frumkvöðlakennslu í MBA- námi Copenhagen Business School. Það var að frumkvæði Eyþórs að David Grahame, framkvæmdastjóra LINC, var boðið að halda erindi á Seed Forum Iceland. Jafnframt því hefur Klak hafið samstarf við englasamtök í New York. Nú er svo komið að Iceland -Angels hefur verið sett á lagg- irnar þar sem fyrirtæki sem eru í leit að fjár- magni hafa þegar skráð sig og valdir íslenskir við- skiptaenglar hafa verið að skoða þau verkefni. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Klaks (www.klak.is).“ Af hverju hefur Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins tekið englanetið að sér? „Það er gríðarlega mikil- vægt ef að það á að vera einhver kraftur og skynsemi í englaneti að reksturinn á því sé í góðum höndum, hjá einhverjum aðila sem getur bæði tryggt fram- boð af góðum fyrirtækjum sem þurfa fjár- magn og tryggt að viðskiptaenglarnir séu fólk með fjármagn, reynslu og þekkingu. Svona englanet deyja fljótlega ef framboðið af góðum fyrirtækjum er lítið en þau geta einnig tapað áttum ef of mikið af verk- efnum er veitt inn í netið sem eru í raun ekki fýsileg fyrir nokkurn mann að fjárfesta í. Við í Klakinu vinnum með og fyrir talsvert að sprotafyrirtækjum og það á einungis eftir að margfaldast á komandi misserum þannig að við getum tryggt flæði af áhugverðum fyrirtækjum í leit að fjármagni. Við erum einnig með mikla reynslu í að vinna og meta viðskiptaáætlanir þannig að við getum komið í veg fyrir að póstur viðskiptaengla fyllist af fjárfestingartækifærum sem henta þeim ekki. Það verður að búa til eitthvert jafnvægi þar sem nægilegt en ekki yfirgengilega mikið flæði tækifæra er í netinu“. En eru nægilega mörg áhugaverð fyrir­ tæki að leita sér að fjármagni á Íslandi? „Það fara um tíu íslensk fyrirtæki á ári í gegnum Seed Forum Iceland og annað eins af íslenskum fyr- irtækjum fer á Seed Forum erlendis. Það er talsverð gróska í viðskiptalífinu, þó að hún gæti náttúrulega verið miklu meiri, og flest fyrirtæki eru að leita stuðnings til þess að vaxa frekar en deyja. Lánsfjármark- aðurinn er orðinn tals- vert þyngri og dýrari en hann hefur verið og þess vegna þurfa frum- kvöðlar í auknum mæli að leita eftir hlutafé frekar en lánsfé. Ég er reyndar þeirrar skoð- unar að við Íslendingar gætum búið til miklu meira af áhugaverðum fyrirtækjum vegna þess að ýmislegt í menningu þjóðarinnar, þ.e. þrautseigja, kjarkur, hugmyndaflug og hversu úrræðagóðir Íslendingar geta verið, er það sem einkenna þarf góða frumkvöðla. Einnig held ég að smæð Íslands þurfi ekki að vera ókostur þar sem hægt er að prófa viðskipta- hugmyndir hér á landi og eftir það verður að leggja land undir fót. Við höfum sýnt það á undanförnum árum að við eigum fullt erindi á hinn alþjóðlega markað. Hingað til hefur útrásin snúist um uppkaup, núna er komið að nýsköpun.“ En hvað með engla, eru einhverjir fjár­ festar með vængi á Íslandi? „Já, það er talsvert um einstaklinga sem hafa sýnt það að þeir eru góðir til þess að meta fjárfestingartækifæri og hafa aðgang að tals- verðu fjármagni þrátt fyrir að aðstæðurnar hafi breyst mikið á stuttum tíma. Ég held að íslenskir fjárfestar séu líka mjög áhuga- samir um að taka þátt í þeim rekstri sem þeir eru að fjárfesta í og hafa gaman að kraft- inum sem leynist í sprotafyrirtækjum. Ég held einnig að Íslendingar hafi lært ótrúlega mikið á skömmum tíma hvernig á að sjá viðskiptatækifæri í stærra samhengi en sem nemur landgrunni Íslands. Fjárfestar hafa lært að hugsa stórt, þó að sumir hverjir hafi hugsað allt of stórt, og það er oft mikilvægt þegar búa á til áhugaverð fyrirtæki. Menn eru ekki lengur að hugsa um sjoppurekstur heldur einstæð fyrirtæki sem byggjast á ein- hverju nýstárlegu.“ Hversu miklu máli skiptir þekking við­ skiptaengla? „Ég held að akkurinn af viðskiptaenglum sé ekki fyrst og fremst fjármagnið heldur reynslan og þekkingin sem þeir geta veitt. Frumkvöðlar eru því miður allt of þröngsýnir hvað varðar virði utanaðkomandi þekkingar og vilja frekar leita eftir vondum ókeypis ráðum en að leita sér ráða sem geta skipt sköpum fyrir reksturinn. Það er grundvall- aratriði fyrir vöxt nýrra fyrirtækja á Íslandi að frumkvöðlar fari að meta viðskiptaþekkingu að verðleikum. Reyndar er það svo að við- skiptaenglar þurfa einnig að læra ýmislegt og það er ákveðin hætta fólgin í því að trúa því að þó að menn hafi einu sinni náð góðum árangri að þeir muni gera það ætið aftur. Stundum þarf að hjálpa englum að koma niður á jörðina. Við í Klakinu höfum mikinn áhuga að reyna hjálpa bæði frumkvöðlum og viðskiptaenglum til að fá aukna þekkingu svo að þeir eigi meiri möguleika á að ná árangri og séu betur til þess fallnir að vinna saman.“ En hvað með engla, eru einhverjir fjárfestar með vængi á Íslandi? Já, það er talsvert um einstaklinga sem hafa sýnt það að þeir eru góðir til þess að meta fjárfestingartækifæri og hafa aðgang að talsverðu fjármagni þrátt fyrir að aðstæðurnar hafi breyst mikið á stuttum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.