Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 96

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 96
lífsstíll 96 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 Ferðalög: fjölskyldunni þjappað saMan Auður Ósk Þórisdóttir. „Við hjónin erum bæði í krefjandi störfum og förum með sonum okkar tveimur til útlanda um tvisvar á ári til að þjappa fjölskyldunni saman.“ Auður Ósk Þórisdóttir, for- stöðumaður endurskoðunar- sviðs KPMG, fór til útlanda í fyrsta skipti þegar hún var 11 ára. Þá lá leiðin til Danmerkur. Næstu ferð fór hún þegar hún var orðin fullorðin. Þá byrjaði boltinn að rúlla og hefur ekki stoppað síðan, en ferðalög til útlanda er eitthvað sem Auður Ósk hefur gaman af. „Við hjónin erum bæði í krefjandi störfum og förum með sonum okkar tveimur til útlanda um tvisvar á ári til að þjappa fjölskyldunni saman. Það hefur gefist okkur vel að „kúpla út“ á þennan hátt. Við leigjum þá oftast hús og erum þar í 10 daga til tvær vikur.“ Hjónin hafa leigt hús eða skipt á húsum við þarlendar fjölskyldur, meðal annars í Bandaríkjunum – og þá á Flórída og í Kaliforníu, - í Danmörku, Frakklandi, á Ítalíu, Spáni og í Englandi. Fjölskyldan spilar oft golf og farið er í skemmtigarða með synina sem eru 10 og 15 ára. Fjölskyldan er nýkomin frá Tenerife og í sumar verður haldið til Flórída þar sem er nóg af golfvöllum og skemmti- görðum. Björg Kristinsdóttir er sælkeri mánaðarins. Sælkeri mánaðarins: eitthvað seM ölluM líkar Björg Kristinsdóttir, for- stöðumaður eignastýringar hjá SPRON Verðbréfum, er sælkeri mánaðarins. „Þetta er mjög einfaldur, góður og fljótlegur kjúklinga- réttur sem ég fékk frá Jónu vinkonu minni en uppskriftir frá henni klikka ekki. Ég hef eldað þennan rétt mjög oft og þetta er eitthvað sem öllum líkar.“ Marbella kjúklingur ca. 800 gr kjúklingabringur (má nota kjúklingaleggi) 4-6 hvítlauksrif (marin) - má vera meira ¼ bolli oregano salt og pipar ½ bolli rauðvínsedik eða balsamik vinegar ½ bolli olívuolía 1 bolli steinlausar sveskjur ½ bolli grænar ólífur (skera í tvennt) ½ bolli capers og smá lögur 6 lárviðarlauf 1 bolli púðursykur 1 bolli hvítvín Blanda öllu saman NEMA púðursykri og hvítvíni og marinera yfir nótt. Allt sett í eldfast mót. Hella hvítvíni yfir og síðan strá púðursykri yfir og baka við 175 gráður í ca. 20 til 30 mínútur. Gott að bera fram með hrísgrjónum, salati og brauði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.