Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 101
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 101
Volvo XC90 er stærsti bílinn
í Volvofjölskyldunni, 7 manna
lúxsusjeppi sem er ákaflega
þægilegur í öllum meðförum.
Hann er stór, en ekki of stór,
dísilvélin er sparneytin, miðað
við bíl sem er yfir 2.000 kíló.
Og öruggur. Það er það sem
Volvo setur á oddinn.
Bílinn liggur það vel, að
niður Kambana, þar sem
Vegagerðin mælir með 50 kíló-
metra hraða í beygju, er bæði
auðvelt og þægilegt að fara
hana mun hraðar. Gott mál.
Ég held að miðað við þá
500 kílómetrana sem ég ók
bílnum sé hægt að segja þetta
um Volvo XC90: Hann hefur
framúrskarandi örugga akst-
urseiginleika. Með dísilvélinni
er hann ekki snarpasti bíllinn
innanbæjar, en kominn á ferð
er aflið í vélinni feikigott, enda
togið heilir 400 Newton
metrar, sem gerir framúrakstur
bæði þægilegan og áreynslu-
lausan. Stjórntæki, sæti og
frágangur eru til fyrirmyndar.
Jafnvel með þriðju sætaröðina
uppi er þokkalegt rými eftir í
skottinu fyrir skíðaklossa eða
dagsferðatöskur.
Volvo XC90 kom á mark-
aðinn fyrir rúmum fimm árum
og varð þegar mestseldi
Volvoinn í Bandaríkjunum. Hann
er fyrst og fremst rúmgóður
fjórhjóladrifsbíll. Hann er ekkert
torfærutröll. Til að létta hann
og gera hann þægilegri í akstri
er hann ekki hafður með milli-
kassa; lágt drif. Bíllinn er með
sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli
sem kemur mjög vel út. Fyrst
og fremst er hann þó framdrif-
inn. En þegar eitthvað bjátar á
í undirlaginu verður hann fjór-
hjóladrifinn á brota-brota-broti
úr sekúndu.
Eyðslan á dísilvélinni í Volvo
XC90 er eins og á góðum
fólksbíl. Í blönduðum akstri
var hann með tæpa 10 lítra á
hundraðið, og í langkeyrslu var
eyðslan um 7 lítrar þó honum
væri ekið á 91 km hraða að
jafnaði á klukkustund.
Býsna gott. Umboðsaðili
Brimborg.
Sænskt gæðastál
Páll Stefánsson reynsluekur Volvo XC90
Volvo XC90 er
stærsti bíllinn í
Volvofjölskyldunni,
7 manna
lúxsusjeppi.
Lífsstíll