Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 99

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 99
Lífsstíll F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 99 undir heitinu The Incredible Hulk og hefur ekkert verið sparað og er vonast til að hún verði meðal vinsælustu kvikmynda sum- arsins. Edward Norton hefur leyst Eric Bana af hólmi í hlutverki Bruce Banner og hefur með sér frítt föruneyti leikara þar sem fremst fara Liv Tyler, William Hurt, Tim Roth, Tim Blake Nelson og Robert Dow- ney yngri. Leikstjórinn, Louis Leterrier, er franskur og hefur það á afrekaskrá sinni að hafa leikstýrt Transporter-myndunum tveimur, sem ekki þykja mjög merkilegar. Frumsýning verður 13. júní. Speed Racer Andy og Larry Wachovski gerðu Matrix-myndirnar og nú eru þeir mættir með Speed Racer, sem ætti að alla spennufíkla fá gæsahúð. Myndin er byggð á japanskri teiknimyndaseríu og Emile Hirch (Into the Wild) leikur ungan mann, Speed Racer, sem er með „bensínið í blóð- inu“ og helsta takmark hans er að vinna kappaksturskeppni sem bróðir hans hafði látið lífið í. Þrátt fyrir gylliboð ætlar hann að keppa á bíl sem faðir hans hefur hannað og verður það til þess að ósvífnir bílaframleiðendur ætla að sjá til þess að hann komist ekki á leiðarenda. Aðrir leikarar eru Christina Ricci, Matthew Fox, Susan Sarandon og John Goodman. Speed Racer verður frumsýnd hér á landi 6. júní. The Dark Knight Ef fólk ætti að veðja á einhverja kvikmynd sem yrði vinsælli en Indiana Jones í sumar þá er það nýja Batman- myndin, The Dark Knight, sem verður frumsýnd um allan heim seinni hluta júlímánaðar. Christopher Nolan er aftur við stjórnvölinn og Christian Bale er að sjálfsögðu í hlutverki leðurblökumannsins. Þeir sem séð hafa Heath Ledger, sem er nýlátinn, í hlutverki Jókers- Iron Man: Robert Downey yngri smíðar járnbrynju sem er drekkhlaðin vopnum. LiTRíKT KviKmynDaSumaR ins segja hann fara á kostum og vera ekki síðri en Jack Nicholson sem gerði garðinn frægan í sama hlutverki. Michael Caine leikur sem fyrr hinn trygga þjón Batmans og Gary Oldman og Morgan Freeman birtast aftur í sömu hlutverkum, en Katie Holmes gaf ekki kost á sér aftur í hlutverk Rachel Dawes og kemur það í hlut Maggie Gyllenhaal að heilla Batman. Aðrir þekktir leikarar eru Aron Eckhart og Eric Roberts. Sex and the City: The movie Lengi er búið að vera í pípunum að gera kvikmynd eftir hinni vinsælu sjónvarpsþáttaröð Sex and the City (Beðmál í borginni), en ýmsar hindranir hafa verið í veginum. Í fyrra var ekkert að vanbúnaði og hafist var handa við Sex and the City: The Movie. Og nú er það spurningin hvort þær Sarah Jessica Parker, Kim Cattrall, Cynthia Nixon og Kristin Davis halda þeirri útgeislun sem gerði þær vinsælar í sjónvarpinu. Lítið er vitað hvað þær stöllur fást við í myndinni, en vitað er að gamall kærasti Carrie, Mr. Big, skýtur upp kollinum. Þó mikil spenna ríki í sambandi við myndina verður að setja spurningamerki við viðtökurnar. Það hefur oftar en ekki gerst þegar vinsælir sjónvarpsþættir eru færðir í kvikmyndformið að ekki hefur tekist til eins og ætlað var. Þess má svo geta að tvær aðrar vinsælar sjónvarpsseríur koma á hvíta tjaldið í sumar: The X-File 2 og Get Smart. Sex and the City: The Movie verður frumsýnd 30. maí í Bandaríkjunum. The Dark Knight: Christian Bale í hlutverki Batmans og Heath Ledger í hlutverki Jókersins. The Incredible Hulk: Edward Norton leikur Bruce Barnes, sem lifir tvöföldu lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.