Frjáls verslun - 01.03.2008, Síða 99
Lífsstíll
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 99
undir heitinu The Incredible Hulk og hefur
ekkert verið sparað og er vonast til að hún
verði meðal vinsælustu kvikmynda sum-
arsins. Edward Norton hefur leyst Eric
Bana af hólmi í hlutverki Bruce Banner og
hefur með sér frítt föruneyti leikara þar sem
fremst fara Liv Tyler, William Hurt, Tim
Roth, Tim Blake Nelson og Robert Dow-
ney yngri. Leikstjórinn, Louis Leterrier, er
franskur og hefur það á afrekaskrá sinni
að hafa leikstýrt Transporter-myndunum
tveimur, sem ekki þykja mjög merkilegar.
Frumsýning verður 13. júní.
Speed Racer Andy og Larry Wachovski
gerðu Matrix-myndirnar og nú eru þeir
mættir með Speed Racer, sem ætti að alla
spennufíkla fá gæsahúð. Myndin er byggð
á japanskri teiknimyndaseríu og Emile
Hirch (Into the Wild) leikur ungan mann,
Speed Racer, sem er með „bensínið í blóð-
inu“ og helsta takmark hans er að vinna
kappaksturskeppni sem bróðir hans hafði
látið lífið í. Þrátt fyrir gylliboð ætlar hann
að keppa á bíl sem faðir hans hefur hannað og verður það til þess að
ósvífnir bílaframleiðendur ætla að sjá til þess að hann komist ekki á
leiðarenda. Aðrir leikarar eru Christina Ricci, Matthew Fox, Susan
Sarandon og John Goodman. Speed Racer verður frumsýnd hér á
landi 6. júní.
The Dark Knight Ef fólk ætti að veðja á einhverja kvikmynd sem
yrði vinsælli en Indiana Jones í sumar þá er það nýja Batman-
myndin, The Dark Knight, sem verður frumsýnd um allan heim
seinni hluta júlímánaðar. Christopher Nolan er aftur við stjórnvölinn
og Christian Bale er að sjálfsögðu í hlutverki leðurblökumannsins.
Þeir sem séð hafa Heath Ledger, sem er nýlátinn, í hlutverki Jókers-
Iron Man: Robert Downey yngri smíðar
járnbrynju sem er drekkhlaðin vopnum.
LiTRíKT
KviKmynDaSumaR
ins segja hann fara á kostum og vera ekki
síðri en Jack Nicholson sem gerði garðinn
frægan í sama hlutverki. Michael Caine
leikur sem fyrr hinn trygga þjón Batmans
og Gary Oldman og Morgan Freeman
birtast aftur í sömu hlutverkum, en Katie
Holmes gaf ekki kost á sér aftur í hlutverk
Rachel Dawes og kemur það í hlut Maggie
Gyllenhaal að heilla Batman. Aðrir þekktir
leikarar eru Aron Eckhart og Eric Roberts.
Sex and the City: The movie Lengi er
búið að vera í pípunum að gera kvikmynd
eftir hinni vinsælu sjónvarpsþáttaröð Sex
and the City (Beðmál í borginni), en ýmsar
hindranir hafa verið í veginum. Í fyrra var
ekkert að vanbúnaði og hafist var handa við Sex and the City: The
Movie. Og nú er það spurningin hvort þær Sarah Jessica Parker, Kim
Cattrall, Cynthia Nixon og Kristin Davis halda þeirri útgeislun sem
gerði þær vinsælar í sjónvarpinu. Lítið er vitað hvað þær stöllur fást
við í myndinni, en vitað er að gamall kærasti Carrie, Mr. Big, skýtur
upp kollinum. Þó mikil spenna ríki í sambandi við myndina verður
að setja spurningamerki við viðtökurnar. Það hefur oftar en ekki
gerst þegar vinsælir sjónvarpsþættir eru færðir í kvikmyndformið að
ekki hefur tekist til eins og ætlað var. Þess má svo geta að tvær aðrar
vinsælar sjónvarpsseríur koma á hvíta tjaldið í sumar: The X-File 2
og Get Smart. Sex and the City: The Movie verður frumsýnd 30. maí
í Bandaríkjunum.
The Dark Knight: Christian Bale í hlutverki
Batmans og Heath Ledger í hlutverki Jókersins.
The Incredible Hulk: Edward Norton leikur Bruce Barnes, sem lifir
tvöföldu lífi.