Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 73
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 73 Beovision9 er jafnframt með innbyggðan harðan disk til að geyma myndefni og getur tekið sjónvarpsefni upp á einfaldan hátt. Þannig má „stöðva“ sjónvarpsútsendingu, t.d. til að svara í símann og halda svo áfram að horfa þannig að sjónvarpið „eltir“ sjónvarpsútsendinguna, auk þess sem að sjálfsögðu er hægt að taka upp á ann- arri rás en verið er að horfa á. Svo er þar að auki innbyggt hátalarakerfi í skjánum, þótt vissulega sé einnig hægt að bæta við „surround“ hljóðkerfi frá Bang & Olufsen í stíl. En eins og gera má sér í hugarlund er verðið ekki fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir mörgum núllum. 2. Heimilishljóðkerfi Að sjálfsögðu verður svo að vera almenni- legt hljóðkerfi á heimilinu. Á alvöru hátækniheimili er hljóðkerfið með stórum hörðum diski, þannig að hægt sé að vista þar allt tónlistarsafnið. Svo er flett milli diska með fjarstýringunni og ávallt hægt að sjá upplýsingar um þá tónlist sem verið er að spila hverju sinni – nafn flytjanda, plötu og lags. Við aðalsjónvarp heimilisins er heimabíókerfi sem skilar öllum umhverf- ishljóðum þannig að áhorfendur upplifa sig inni í miðri bíómynd. Annars staðar í húsinu eru svo fleiri hátalarar sem tengdir eru við hljóðkerfið, þar sem hægt er að hlusta á útvarp eða tónlist úr safninu. Slík hljóðkerfi ráða við að spila eitt í sjónvarpsherberg- inu, annað í eldhúsinu og jafnvel það þriðja í barnaherberginu. Dæmi um slíkt kerfi er Bose Lifestyle hljóðkerfið, sem er í ofaná- lag búið þeim skemmtilega eiginleika að geta skannað herbergið sem hátalararnir eru staðsettir í og stillt sjálfkrafa hljóminn þannig að hann henti viðkomandi rými sem best. 3. Miðstýrð lýsing Hátækniheimilið er með öll ljós miðstýrð, þannig að frá einum stað, t.d. lausri fjar- stýringu eða í stjórnstöðvum við útihurðir, er hægt að kveikja, slökkva eða stýra birtustigi allra ljósa í húsinu. Setja má upp ýmsar fyrirfram gefnar stillingar á öllum ljósum í húsinu, þannig að með því að ýta á einn hnapp má breyta allri lýsingu eftir því sem við á. Hefðbundin kvöldverðarstilling kveikir t.d. ljós við eldhúsborðið á meðan rómantísk kvöldverðarstilling sér til þess að kertaljós njóti sín sem best í setustof- unni. Þessu fylgir líka að sjálfsögðu sá kostur að maður þarf ekki að standa upp til að kveikja, slökkva eða stilla ljósin – sem eru sjálfsögð mannréttindi! 4. Miðstýrður hiti Hitastýring er orðin sjálfsagður hluti af hátækniheimilinu, þar sem húshitun er komin úr ofnunum og í gólfin – og öllu er miðstýrt. Þannig má sjá hitastig í öllum herbergjum hússins í stjórnstöðinni og hækka og lækka að vild. Þar að auki má nýta kerfið til að spara hitunarkostnað með því að draga úr notkun heits vatns þegar enginn er heimavið, stilla hitann í heitum pottum og þar fram eftir götunum. 5. Öryggiskerfi Hátækniheimili eru að sjálfsögðu útbúin öflugum öryggiskerfum sem láta bæði vita af innbrotsþjófum og annarri hættu, svo sem reyk, eldi eða leka. Öryggismyndavélar eru staðsettar á mikilvægum stöðum og er hægt að skoða beina útsendingu frá þeim með því að skrá sig inn á sitt heimasvæði á Netinu, auk þess sem þar má stjórna ýmsum stillingum öryggiskerfisins – til að mynda kveikja á því, ef það gleymdist áður en farið var að heiman. Að sjálfsögðu fylgir þessu öllu saman svo myndavél við dyrasímann, þannig að auðvelt er að virða fyrir sér þann sem knýr dyra hverju sinni áður en honum er hleypt inn. 6. Rafknúin gluggatjöld Það er voðalega 1900-eitthvað að draga gluggatjöldin handvirkt fyrir og frá, finnst ykkur ekki? Á hátækniheimilinu er þetta að sjálfsögðu rafdrifið og hægt að hleypa sólskininu inn eða loka á nágrannana með einni skipun á fjarstýringu. Þetta er sér- staklega þægilegt þegar kemur að því að draga fyrir alla glugga í einu áður en farið er úr húsi. 20 nauðsynlegir hlutir fyrir hátækniheimilið nauðsynlegir hlutir fyrir hátækniheimilið 13 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.