Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðugrein 14. Bandaríski fjárfestingarbankinn Merill Lynch leggur til að íslenska ríkið kaupi hluta af skuldabréfum bankanna, sem nú eru á eftirmarkaði, til að slá á móðursýkina. Ertu sammála þessu mati bankans? Inngrip stjórnvalda þurfa að vera mjög vel ígrunduð og markviss til að þjóna tilgangi sínum. Þetta kann að vera einn kosturinn, enda bréf bankanna á álitlegu verði. 15. Merrill Lynch telur einnig að vandamál íslensku bankanna liggi í fjármagnsflæði og segir markaðinn hafa áhyggjur af því að við- skiptavinir taki út innlán sín í stórum stíl á næstunni? Fjármögnun íslensku bankanna hefur ekki byggst að miklu leyti á innlánum til þessa og þeir hafa frekar verið gagnrýndir fyrir það. Erlend innlán hafa hins vegar farið vaxandi undanfarið og það hefur skapað nýtt fjármagn sem hefur bætt lausa- fjárstöðu bankanna enn frekar, sem hlýtur að teljast jákvætt. 16. Hver er helsti ávinningurinn undir þessum kringumstæðum af samstarfi Seðlabanka Íslands við seðlabankana á hinum Norð- urlöndunum? Samstarf Seðlabankans við systurstofnanir í öðrum löndum er almennt æskileg og stuðlar einungis að sterkari stöðu bankans við að gegna hlutverki sínu í að tryggja stöðugleika á íslenskum fjár- málamarkaði. 17. Heildareignir bankanna voru í árslok um 12.000 milljarðar króna sem er um tíföld landsframleiðsla Íslendinga. Eignir bank- anna eru um 20 sinnum meiri en það sem íslenska ríkið veltir. Er ríkið skv. þessu í stakk búið til að koma til bjargar? Heildareignir bankanna segja ekki mikið til um getu ríkisins til að styðja við banka- og greiðslukerfið ef á þarf að halda. Kaupþing er til dæmis með bankaleyfi í átta löndum og heyrir undir fjármálaeftirlit og seðlabanka viðkomandi landa. Hlutverk ríkisins er fyrst og fremst að standa vörð um innistæður og halda greiðslukerfinu gang- andi. Þar er um mun lægri fjárhæðir að tefla en sem nemur heildareignum bankakerfisins. 18. Um 100 milljarðar króna í erlendum lánum gjaldfalla í hverjum mánuði en gjaldeyrisforðinn er aðeins um 200 milljarðar. Hversu stór þyrfti gjaldeyrisforðinn helst að vera – svo að vel ætti að vera? Það væri æskilegt að gjaldeyrisforðinn væri umtals- vert meiri en hann er um þessar mundir; eða þá að Seðlabankinn sýni fram á að hann geti greiðlega sótt fjármagn sem byggir á traustum samningum við erlendar systurstofnanir. 19. Ert þú sammála því að skuldlaus ríkissjóður taki lán til að auka gjaldeyrisforðann og styrki lausafjárstöðu bankanna í erlendri mynt? Góð staða ríkissjóðs er afar mikilvæg en það á ekki að vera markmið í sjálfu sér að ríkið sé algerlega skuldlaust. Það er mun mikilvægara fyrir íslenskt efnahagslíf að ríkið tryggi traust bakland bankakerfisins í þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem nú ríkir. Öflugur gjaldeyrisforði er mikilvægur í því sambandi. 20. Eftir að skrúfað var nánast fyrir aðgengi bankanna að ódýru lánsfé erlendis blasir vandi bankanna m.a. við í því að það er skortur á lausafé í erlendri mynt. Þýðir þetta ekki að útrásin sé stopp í bili hjá bönkunum og íslenskum fyrirtækjum? Fjármagn er lykill að vexti fyrirtækja. Sá skortur á fjármagni sem nú ríkir á alþjóðlegum mörk- uðum mun hægja á vexti fyrirtækja hér á landi eins og erlendis. Íslensk fyrirtæki og bankar hafa komið sér fyrir á erlendum mörkuðum á und- anförnum árum og nú gefst svigrúm til þess að beita kröftunum að því að hagræða og efla enn frekar þá starfsemi. Það er því komið að nýjum áfanga í þróun íslenskra fyrirtækja erlendis sem ætti að styrkja bestu fyrirtækin til framtíðar. 21. Eftir að aðgangur erlendis að ódýru lánsfé minnkaði svo snar- lega er erfitt að selja eignir bæði hér heima og erlendis. Hversu mikil áhrif hefur það eitt og sér á stöðu íslenska bankakerfisins að seljanleiki eigna hefur snarminnkað? Seljanleiki hefur áhrif á verðmæti eigna tímabundið. Það er hins vegar arðsemi og undirliggjandi gæði eigna sem ræður verðmæti til lengri tíma. Því er aðgangur að lausu fé lykillinn að því að bíða af sér óróleika á mörkuðum þar til eignir endurspegla á ný raunverulegt verðgildi sitt. Traust lausafjárstaða fjármálafyrirtækja er því afar mik- ilvæg í þessu samhengi. 22. Hversu mikilvægt er það gagnvart erlendum lánveitendum að sameina íslenskar lánastofnanir undir þessum kringumstæðum? Hver yrði helsti ávinningurinn af því að sameina banka núna? Sameining fyrirtækja, þar með talið banka, hefur enga þýðingu nema hún leiði til aukinnar verð- mætasköpunar í formi hlutfallslega lægri rekstr- arkostnaðar og hærri tekna. Að öðrum kosti er betra að sleppa slíkum vangaveltum. 23. Ef þú ættir að gefa ríkisvaldinu og Seðla- banka Íslands eitt gott ráð í þeirri glímu sem núna er háð, hvert yrði það ráð? Mikilvægt er að ríkið og Seðlabankinn skilgreini vel hlutverk sitt við þær aðstæður sem nú eru á alþjóðlegum mörkuðum og sýni festu í aðgerðum. Stjórnvöld og seðlabankar víða um heim hafa lagt áherslu á að sýna fram á öflugt öryggisnet fyrir sína banka og vilja til þess að styðja við fjármála- kerfið ef á þarf að halda. Það þarf að sjá til þess að íslenskir bankar búi ekki við lakari aðstæður en erlendir bankar og að bakland þeirra sé traust. Ýktar sveiflur í efnahags- stærðum, svo sem við- skiptahalla, vöxtum og hlutabréfaverði, gera svo fjölmiðlum auðvelt fyrir að búa til áhugavert lesefni og krassandi fréttir. Í því umróti sem nú er á alþjóðlegum mörk- uðum er æskilegt að íslensk stjórnvöld sýni fram á það að íslenskir bankar búi við sam- bærilegt öryggisnet og fjármálastofnanir í öðrum löndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.