Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 75
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 75 greint hve hratt grasið sprettur og þannig fundið á sér hvenær tími er kominn til að leggja af stað í nýjan slátturúnt – og sér- stakur regnskynjari kemur í veg fyrir að sláttuvélin vinni í of mikilli bleytu. 14. Vídeótökuvél Á góðu hátækniheimili þarf að vera hægt að skrásetja viðburðina rétt og eiga í geymslu þannig að hægt sé að dunda sér við að horfa á gömul heimavídeó eða jafnvel klippa saman bestu bútana þegar róbótar hafa loksins tekið yfir öll húsverk heimilisins. Stafrænar vídeótökuvélar eru orðnar afar nettar og handhægar, þær skila betri myndum en áður og vídeóklippiforritin eru sífellt að verða einfaldari. Því er senni- lega ekki langt að bíða þess að slíkar vélar verði næsta æðið, nú þegar hefðbundnu stafrænu myndavélarnar eru komnar inn á svo til hvert einasta heimili. 15. Leikjatölva Hvert hátækniheimili verður að sjálfsögðu að bjóða upp á öfluga leikjatölvu svo börn á öllum aldri hafi eitthvað að gera þegar sjónvarpsdagskráin stendur ekki fyrir sínu. Annars eru „leikjatölvur“ svolítið villandi heiti á ofurgræjunum sem nýjasta kynslóð leikjatölvanna gat af sér. Til að mynda er PlayStation 3 jafnframt Blu-Ray spilari, en það er ný háskerpumynddisktækni sem skilar margfalt betri mynd en hefðbundin DVD-tækni. Þar að auki er nú hægt að nettengja allar leikjatölvur og spila leiki við aðra yfir Netið auk þess að vafra um Vefinn rétt eins og í heimilistölvunni. 16. Rafdrifið geimfararúm Það þýðir lítið að þykjast halda hátækni- heimili og sofa svo bara á gömlu gorm- unum. Rúmið verður því að vera rafdrifið þannig að hægt sé að hækka og lækka dýnuna eftir hentugleika. Ekki skemmir heldur fyrir að hafa dýnuna af Tempur-gerð, en það er tækni sem þróuð var af NASA fyrir geimfara og er sérhönnuð til að láta dýnuna laga sig að líkamanum. Hvað er tæknilegra en að sofa í geimfararúmi? 17. Hitabeltisgróður í eldhúsinu Nútímakokkurinn vill að sjálfsögðu rækta sínar kryddjurtir sjálfur, sem getur þó verið erfitt í norðangarranum. Þar kemur tæknin til sögunnar, því með AeroGarden-græjunni er komið örsmátt hitabeltisgróðurhús í eldhúsið þar sem rækta má hvaða blóm eða kryddjurtir sem óskað er. Tækið heldur réttu birtu-, hita- og rakastigi og segja framleiðendur að hægt sé að ábyrgjast 100% árangur, svo lengi sem eigendur hlýða kalli tækisins þegar kemur að því að vökva eða bæta við næringu. 18. Skjárbíó Fyrsta skrefið í útrýmingu vídeóleigunnar hefur verið tekið – nú þarf ekki lengur að rölta út á leigu og hanga tímunum saman fyrir framan spólurekkana, heldur er mynd- efnið pantað beint í sjónvarpið með fjarstýr- ingunni gegnum Skjárbíó. Það er eitthvað afar framtíðarlegt við það að leigja mynd án þess að þurfa að standa upp úr sófanum. 19. Stafrænir myndarammar Að sjálfsögðu er ekki hægt að hafa venju- legar útprentaðar ljósmyndir á hátækni- heimilinu – allir myndarammar verða að vera stafrænir, þar sem hægt er að hlaða inn nýjum myndum eftir hentugleika og jafnvel skipta milli mynda eftir árstíð, skapi eða einhverjum öðrum duttlungum heimilis- manna. Og það besta er að myndirnar dofna aldrei – svo lengi sem skipt er um rafhlöður reglulega. 20. Fljúgandi vekjaraklukka Vissulega eru til ýmsar flottar aðferðir við að vekja húsráðendur hátækniheimilisins, eins og t.d. rúmið sem er með innbyggðum vekjara sem lætur dýnuna titra þegar vekja á þann sem sefur í því. En það er eitthvað svo skemmtilegt við fljúgandi vekjaraklukk- una að það er ekki hægt að ganga frá henni. Um leið og hún hringir þeytir hún þyrluspöðum upp í loftið og þeir fljúga eitt- hvað út í buskann. Klukkan hættir ekki að hringja fyrr en eigandinn hefur fundið þyrluspaðana og komið þeim aftur á sinn stað. Hátæknilegt? Vissulega. Og líka afar gefandi í morgunsárið... nauðsynlegir hlutir fyrir hátækniheimilið 10 12 17 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.