Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 þau hafi nægt fjármagn til þess að reksturinn gangi upp. Við teljum hins vegar að þessi vinna skili sér fyrir frumkvöðla, fyrir engla og fyrir þjóðfélagið í heild sinni.“ Hvernig byrjaði þetta hjá LINC? „Við renndum kannski blint í sjóinn, vissum lítið hvað við vorum að gera í upphafi en höfum vonandi náð betri tökum á þessu núna. Við unnum mikið í því að fá styrkt- araðila og notuðum skráningargjöld til þess að gera reksturinn mögulegan. Það hjálp- aði verulega að lögfræði- fyrirtæki og bankar sáu ýmsa kosti í að styðja við þetta framtak. Í sjálfum rekstrinum er mikilvægt að tryggja að það sé talsvert að gerast í netinu og að stöð- ugt streymi tækifæra fyrir viðskiptaengla sé þar að finna en á sama tíma þarf að koma í veg fyrir að viðskiptahug- myndir sem hafa ekki verið nægilega vel undirbúnar komist inn í netið. Frumkvöðlar verðar að skilja að það er mikilvægt að kynningin sé góð í fyrstu atrennu vegna þess að það er ólíklegt að viðskiptaenglar hafi áhuga á að skoða sama dæmið oftar en einu sinni. Ég held að þið hér á Íslandi séuð að byrja rétt með því að láta aðila eins og Klak sjá um að gera íslenskt englanet að veruleika og það er mik- ill styrkur hve framkvæmdastjórinn Eyþór hefur mikla þekkingu á frumkvöðlum og fyrirtækjarekstri.“ Hver er ávinningurinn af englanetum? „Við hjá LINC höfum fjármagnað fleiri en 500 hávaxtarfyrirtæki og þó að það séu ekki mörg fyrirtæki, þá hefur verið sýnt fram á að þessi fyrirtæki eru að skapa mikla atvinnu. Einungis 4% af nýjum fyrirtækjum sækja fjármagn í englanet í Skotlandi en þau skapa rúmlega 50% af nýjum störfum í hagkerf- inu. Vöxtur slíkra fjárfestinga hefur verið mikill á undanförnum árum, árið 2004 juk- ust slíkar fjárfestingar um 70% í Skotlandi og viðskiptaenglar fjárfestu tvöfalt meira en áhættusjóðir í fyrirtækjum á fyrstu stigum rekstrarins. Viðskiptaenglar hafa hjálpað til við að fylla ákveðið tómarúm sem er á fjár- magnsmarkaði í Skotlandi og víðar sem skiptir sköpum þegar ýta á undir aukna nýsköpun og vaxtarfyrirtæki.“ Í hverju felst þessi mótframlagssjóður í Skotlandi? „Mótframlagssjóðurinn eða Scottish Co- investment Fund er sjóður upp á 90 milljónir punda sem er fjármagnaður af ríkinu og einkageir- anum. Þetta er sjóður sem fjárfestir krónu á móti krónu viðskipta- engla, þá engla sem tilheyra ákveðnum englanetum og hafa verið viðurkenndir sem englar. Sjóðurinn fjárfestir venjulega að upphæð á bilinu 20 þúsund til 500 þús- und pund í hverju fyrirtæki, að hámarki tvær milljónir punda. Það sem er áhugavert við sjóðinn er að öðru leyti en hvað varðar viðurkenningu á viðskiptaenglum þá er sjóð- urinn ekki að meta viðskiptatækifærið að öðru leyti. Það er gert ráð fyrir því að við- skiptaengillinn sé ekki að leggja fjármuni í fyrirtæki nema að hann telji að það eigi talsverða möguleika á að ná árangri. Þetta fyrirkomulag hvetur viðskiptaengla að fjár- festa í sprotafyrirtækjum. Frá 2003 til 2007 fjárfesti sjóðurinn í 176 fyrirtækjum þar sem sjóðurinn hefur lagt til 35 milljónir punda og aðrir 87 milljónir punda á móti, þannig að heildarfjárfestingin nemur 122 milljónum punda og hlutur sjóðsins í því er 29%. Einn árangursmælikvarðinn er að þessi fyrirtæki sem fjárfest hefur verið í, hafa skapað um 3.500 ný störf í Skotlandi. Það er þess vegna talsverð ánægja í Skotlandi með þann árangur sem þegar hefur náðst á skömmum tíma.“ Af hverju eru englar fyrst og fremst að leita? „Upphaflega fannst mér að áherslan væri á viðskiptahugmyndina, hversu einstæð og áhugaverð hún væri. Þetta hefur hins vegar breyst. Núna skoða viðskiptaenglar meira framkvæmd hugmyndar og hvort að frum- kvöðlarnir séu líklegir til þess að gera hana að veruleika. Áherslan er ekki á viðskiptaáætl- anir heldur hvaða áætlanir hafa verið gerðar um að skapa viðskipti. Af því að englar sjá framlag sitt meira en einungis peninga eru þeir einnig að leita að frumkvöðlum sem hafa áhuga á að hlusta. Það er allt of mikið af frumkvöðlum sem hafa engan áhuga að hlusta á neinn nema sjálfan sig. Englar geta sjaldnast unnið með slíkum frumkvöðlum. Frumkvöðlar þurfa að reyna að skilja og gera upp við sig hvað þeir þurfa frá við- skiptaenglum. Oftast þurfa þeir mun meiri aðstoð en þeir gera sér grein fyrir.“ Er „engill“ réttnefni á þessum fjár- festum? „Það er kannski álitamál en þetta heiti hefur fest sig í sessi. Upphaflega tengdist þetta fjár- festum sem voru að hjálpa við að fjármagna leiksýningar en þegar farið var að fjalla um starfsemi fjárfesta sem voru að fjárfesta í fyrir tækjum á upphafsstigum og í vaxtarferli þá var englaheitið notað til þess að aðgreina þá frá öðrum fjárfestum. Þessir fjárfestar lögðu frumkvöðlum meira í lið en einungis fjármagnið og þess vegna hentaði það. Auð- vitað er þetta ákveðin geggjun hjá fjárfestum að fara þessa leið þar sem þetta getur verið tímafrekt og aðrar leiðir til þess að búa til peninga sennilega auðveldari. Þeir vilja hins vegar gefa af sér og hafa gaman að því að taka óbeint þátt í áhugaverðum rekstri.“ Eru Íslendingar líklegir til þess að vera góðir englar? „Ég er viss um að Ísland geti orðið mjög öflug uppspretta sprotafyrirtækja. Íslend- ingar eru líkir Skotum að mörgu leyti og hafa drifkraft og þekkingu sem til þarf til þess að vera leiðandi á mörgum sviðum. Ég er viss um að tilkoma Iceland Angels muni hjálpa til við að skapa nýjum og framsæknum fyrir- tækjum grundvöll til vaxtar.“ e n g l a n e t Einungis 4% af nýjum fyrirtækjum sækja fjármagn í englanet í Skotlandi en þau skapa rúmlega 50% af nýjum störfum í hagkerfinu. Vöxtur slíkra fjárfestinga hefur verið mikill á undanförnum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.