Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 Hann Nonni hérna í fyrirtækinu er alltaf svo jákvæður. Alltaf þegar stjórinn leggur eitthvað gott til er hann fyrstur til að segja: Já þetta verðum við að gera. Við þurfum fleiri menn eins og hann Nonna hérna á skrifstofuna - bara sem mótvægi við alla fýlupokana sem alltaf reyna að drepa og eyðileggja alla nýja hugsun. Eða: - Hann Nonni hérna í fyrirtækinu - hann smjaðrar svo fyrir stjóranum að það er næstum ógeðslegt. Alltaf þegar stjórinn opnar munninn er Nonni fyrstur til að dilla skott- inu og segja flott hjá þér, flott hjá þér! Og við getum ekki treyst honum því sennilega ber hann allt, sem er sagt hér í húsinu, í stjórann. Og nú hefur hann fengið eigin skrifstofu út á allt smjaðrið. Hér er að sjálfsögðu verið að lýsa einum og sama Nonnanum, honum Jóni Jónssyni sem var á næsta borði. Er hann sannur kjarnakarl og drifkraftur í fyrir- tækinu eða smjaðrar hann bara fyrir forstjóranum í von um starfsframa? Um þetta hefur verið skrifuð bók í Noregi. Höfundur er Öyvind Kvalnes, vinnuheimspekingur og höfundur margra bóka um atferli fólks á vinnu- stað. Bókin fjallar um leitina að hinum gullna meðalvegi milli smjaðrarans og þumbarans. Höfundurinn spyr hvort sé verra að smjaðra eða að þumbast alltaf á móti öllu? Hann telur að smjaður á vinnustöðum fari vaxandi því vinnu- markaðurinn sé harðari en hann var; fyrirtækin reyna að komast af með eins fáa fasta starfsmenn og mögulegt er og þá verður baráttan um stöðurnar harðari. Ein leið til að komast áfram er að smjaðra. Það er eins konar hjáleið þegar eiginlega verðleika skortir. En hvað er smjaður? Heimspekingurinn segir: • Smjaður er yfirdrifið hrós. Hrós er gott, en þegar það fer úr böndunum verður það að smjaðri. Smjaðrið er hrós á villigötum • Virkt smjaður er að sleikja sig upp við þá sem maður heldur að muni launa hrósið vel. • Óvirkt smjaður er að segja ekki frá þótt menn viti um rangindi og villur. • Óvirkt smjaður er hættulegra en virkt því þá er mikil vægum upplýsingum haldið leyndum. Óvirkt smjaður á sjúkrahúsi getur til dæmis kostað mannslíf. • Virkt smjaður getur leitt til þess að smjaðrarinn hljóti óverðskuldaðan frama. • Virkt smjaður er yfirleitt augljóst öllum sem verða vitni að því. • Yfirmaður getur fallið fyrir virku smjaðri þótt hann viti hve falskur smjaðrarinn er. Það gerir augljóst smjaður óæskilegt. • Starfmenn óttast að vera kallaðir smjaðrarar ef þeir segja frá misfellum á vinnustað. Yfirmenn ættu því að vinna gegn svokallaðri „smjað­ urmenningu“ á vinnustað. • Smjaður getur valdið því að yfirmaður ein­ angrast frá starfsfólkinu. Smjaðrararnir sjá honum fyrir röngum upplýsingum um ástandið á vinnustaðnum. • Smjaður eyðileggur skoðanaskipti á vinnustað. Yfirmaður mætir ekki eðlilegri mótstöðu. Allt sem hann segir er samþykkt gagnrýnis­ laust. • Munurinn á smjaðri og hrósi felst í eigingirni smjaðrarans. • Smjaður virkar niðurdrepandi á þá starfsmenn sem ekki vilja smjaðra. Þeir segja: Við komumst aldrei neitt áfram því stjórinn hlustar bara á hann Nonna smjaðrara. Eftir að bókin um smjaðrið kom út í urðu líflegar umræður á Netinu um vandann. Fólk vildi vita: Hvernig á að uppræta smjaður? Vinnuheimspekingurinn Öyvind Kvalnes vísaði ábyrgðinni á yfirmennina. Það er yfirmannanna að sjá hættuna og láta ekki blekkjast af lævísi smjaðraranna og hlusta líka á gagnrýni undirmanna sinna. Það er helsta ráðið gegn smjaðurmenningu í fyrir- tækjum. Og einni spurningu varð höfundurinn oft að svara: Er það smjaður að daðra við forstjórann? Heimspekingurinn svaraði: Daður líkist mjög smjaðri en þarf ekki að vera það. Og daður hefur sömu slæmu áhrifin í fyrirtækinu og smjaður hvort sem það er smjaður eða ekki. Smjaður – hrós á villigötum texti: gísli kristjánsson stjórnunarmoli: StJóRNUNARMOLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.