Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 Hann starfaði í tíu ár við bakstur, þar af lengst af hjá Sveini bakarameistara heitnum sem var kóngurinn í íslenskum bakstri á þeim tíma. Þórarinn var 22 ára þegar hann tók við stöðu yfirbakara og var farinn að stýra framleiðsluhluta rekstursins, en hann segist alltaf hafa átt gott með að stýra fólki enda svakalega frekur. Það hafi verið mikill skóli að vera yfirmaður fólks sem var mun eldra og reynslumeira, en Sveinn hafi sýnt sér mikinn stuðning og þeir hafi átt í góðu samstarfi. Árið 1992 var fyrirtækið komið í þrot og var Þórarni þá boðið starf verslunarstjóra hjá Domino’s, sem þá var að ryðja sér til rúms Þ órarinn Hjörtur Ævarsson tók við starfi framkvæmdastjóra IKEA haustið 2006. Áður hafði hann starfað sem bakarameistari og yfir- bakari hjá Sveini bakara og sem verslunar-, framkvæmda- og rekstrarstjóri hjá Domino’s á Íslandi og í Danmörku. Hann telur að fyrsta úrræðið sem gripið sé til þegar sverfi að eigi aldrei að vera hækkun og einblínir á að reka fyrirtækið í góðu samstarfi við viðskipta- vininn. Fyrir utan vinnuna slakar Þórarinn best á við eldavélina þar sem hann galdrar fram ljúffenga rétti ofan í fjölskylduna. Eini hægrimaðurinn Þórarinn fæddist í febrúar 1965 og ólst upp í Kópavoginum. Foreldrar hans eru þau Krist- björg Þórarinsdóttir og Ævar Jóhannesson, sem starfaði sem tækjafræðingur hjá Háskóla Íslands. Þórarinn er næstyngstur fjögurra systkina en systkini hans eru þau Jóhannes, Sigríður og Ólöf. Þórarinn segist hafa verið afar fjörugur sem barn og eiga minningar um góða æsku í vesturbæ Kópavogs sem þá var óklárað og óskipulagt svæði með melum og móum. Hann var mikið á skíðum og frá sex ára aldri var hann sendur í sveit á sumrin norður í Skagafjörð. Sú reynsla segir hann að hafi almennt verið holl og góð og hann hafi sterkar rætur til staðarins sem hann heimsæki á hverju sumri. Þrátt fyrir að vera næst- yngstur í hópnum segist Þórarinn alls ekki hafa verið verndaður og að hann hafi alltaf verið dálítið utanveltu í hópnum, en í fjöl- skyldu sem einkenndist af vinstrisinnum var hann eini hægrimaðurinn strax frá barnæsku. Því sé óhætt að segja að hann hafi aldrei farið hefðbundnar leiðir í lífinu en um leið sé hann ekkert endilega alltaf í stríði heldur frekar fylginn sér þegar hann bíti eitthvað í sig. Gott með að stýra Þórarni gekk mjög vel í skóla þar til gagn- fræðaskólanum lauk en þá fékk hann mikinn námsleiða og fór að vinna sem verkamaður á handskóflu og var við það í tvö ár. Á þeim tíma má segja að örlögin hafi gripið í taum- ana því Þórarinn fékk lungnabólgu og mátti þar af leiðandi ekki vinna úti. Í veikindunum heima við byrjaði hann fyrir rælni að baka sem varð til þess að hann hóf iðnnám og er í dag bakarameistari að mennt. Þórarinn Hjörtur Ævarsson, fram- kvæmdastjóri IKEA. n æ r m y n d texti: maría ólafsdóttir • Myndir: geir ólafsson Fylginn sér og réttsýnn Þórarinn Hjörtur Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, hefur verið tíður gestur í fréttum að undanförnu eftir að hann lýsti því yfir að IKEA myndi þrátt fyrir gengisfall krónunnar ekki hækka verð á vörum sínum fyrr en nýr verðlisti kæmi út í haust. Framkvæmdastjóri IKEA:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.