Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðugrein 6. Hversu sterkir eru íslensku bankarnir? a. Eiginfjárstaðan? b. Lausafjárstaðan? c. Þolpróf Fjármálaeftirlitsins? d. Einkunnir erlendra matsfyrirtækja? Eiginfjárstaða banka á Íslandi er sterk, og almennt séð eru lánasöfn góð. Matsfyrirtæki hafa farið illa með banka með þeim hringlandahætti sem hefur átt sér stað síðustu 16 mánuði. 7. Hvað er helst að óttast í íslensku fjármála- lífi á næstu mánuðum? Er komið að örlaga- stundinni? Krónan veikist dag frá degi. Vextir eru 15,5 % og verðbólga 10%, þetta er eitthvað sem við getum ekki búið við. Það er ljóst að innlend fyrirtæki gætu farið að lenda í vandræðum og þar með eykst hætta á afskriftum hjá bönkum sem síðar getur leitt af sér vandræði við end- urfjármögnun banka. 8. Hvað veldur hinum ótrúlega áhuga erlendra fjölmiðla og banka á örríkinu Íslandi? Hér á landi starfa alþjóðleg fyrirtæki sem hafa vaxið hratt á skömmum tíma og njóta virðingar á alþjóðavettvangi. Auðvitað vekur það athygli erlendis þegar mörg slík fyrirtæki koma frá þessu litla landi, sem telur aðeins rösklega 300 þúsund manns. Þá ber líka að hafa í huga, að mjög margir vogunarsjóðir hagnast á því að landið sé talað niður, það eykur á fréttaflæði. 9. Erlendir lánveitendur vilja vita hverjir muni koma íslensku bönk- unum til aðstoðar ef í harðbakkann slær. Hvað þarf eiginlega að gera og hverja þarf að nefna til sögunnar svo að erlendir lánveit- endur róist? Að stjórnvöld móti trúverðuga stefnu til framtíðar og lýsi því yfir að þau sækist eftir viðræðum um aðild að Evrópusambandinu og mynt- bandalagi Evrópu núna. 10. Hversu mikilvægar eru yfirlýsingar Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að ríkið muni koma íslensku bönkunum til aðstoðar, t.d. með kaupum á skuldabréfum? Þær eru mikilvægar, en það þarf að móta stefnuna til framtíðar. Við getum ekki búið við skyndi- lausnir í þessum efnum. 11. Á sú gagnrýni rétt á sér að bankarnir hafi sjálfir, með stórfelldum kaupum á erlendum gjaldeyri til að verja eiginfjárstöðu sína gagnvart veikingu krón- unnar, í raun tekið stöðu gegn krónunni og stuðlað þannig að veikingu krónunnar? Bankarnir verða að svara því sjálfir. 12. Hvernig er best að styrkja og breikka bakland íslenska bankakerfisins? Með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. 13. Hversu sterkt er bakland íslensku bankanna í rauninni til að takast á við vandann? Undirliggjandi rekstur bankanna er traustur. Hins vegar er mörgu ábótavant þegar kemur að ytra umhverfi. Með stærra myntkerfi yrði sá vandi hins vegar úr sögunni. 14. Bandaríski fjárfestingarbankinn Merill Lynch leggur til að íslenska ríkið kaupi hluta af skuldabréfum bankanna, sem nú eru á eftirmarkaði, til að slá á móðursýkina. Ertu sammála þessu mati bankans? Það er ein leið. Þegar kreppti að í Svíþjóð í kringum 1990 tók ríkið lán og lagði í banka á vöxtum til að skapa fjárflæði. Þegar kreppti að í Hong Kong keypti ríkið hlutabréf á markaði í fyrirtækjum til að sýna trú á viðskiptalífinu. 15. Merrill Lynch telur einnig að vandamál íslensku bankanna liggi í fjármagnsflæði og segir markaðinn hafa áhyggjur af því að viðskiptavinir taki út innlán sín í stórum stíl á næstunni? Ég hef ekki trú á því. 16. Hver er helsti ávinningurinn undir þessum kringumstæðum af samstarfi Seðlabanka Íslands við seðlabankana á hinum Norð- urlöndunum? Sagði ekki Geir H. Haarde forsætisráðherra á ársfundi Seðlabank- ans á dögunum, að skynsamlegt væri að ræða við aðra seðlabanka í þeim löndum sem íslensku viðskiptabankarnir eru umsvifamiklir í og komast að samkomulagi um sameiginlegar varnir og tryggingar ef í harðbakkann slær? Ég tek undir þessi orð forsætisráðherra. 17. Heildareignir bankanna voru í árslok um 12.000 milljarðar króna sem er um tíföld landsframleiðsla Íslendinga. Eignir bank- anna eru um 20 sinnum meiri en það sem íslenska ríkið veltir. Er ríkið skv. þessu í stakk búið til að koma til aðstoðar? Ef við förum að ráði forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans og ég nefndi hér á undan, þá tel ég svo vera. Gleymum því ekki að mikið af þessum 12.000 milljörðum eru eignir á erlendri grundu. 18. Um 100 milljarðar króna í erlendum lánum gjaldfalla í hverjum mánuði en gjaldeyrisforð- inn er aðeins um 200 milljarðar. Hversu stór þyrfti gjaldeyrisforðinn helst að vera – svo að vel ætti að vera? Þarf hann ekki að vera a.m.k. jafnstór og erlendar skammtímaskuldir bankanna? Gleymum því ekki að mikið af þessum 12.000 milljörðum bankanna eru eignir á erlendri grundu. Mjög margir vogunar- sjóðir hagnast á því að landið sé talað niður, það eykur á fréttaflæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.