Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8
Lífsstíll
bílar:
páLL stefánsson
Gleðipinni
Í sumar kemur á markaðinn hjá Volkswagen nýr
sportbíll, Scirocco. En Scirocco þýðir hnjúkaþeyr á
íslensku. Bílinn er sannkallaður sportbíll, á stærð
við Golf og með sæti fyrir fjóra fullorðna. Bíllinn
er smíðaður í verksmiðju VW í Palmela, Portúgal,
og gera áætlanir ráð fyrir að smíðaðir verði
100.000 bílar ári. Scirocco kemur með þremur
bensínvélum, frá 120 hestafla og upp í 200 hest-
öfl, en þetta er sama vélin og knýr GTI bílinn. Ein
dísilvél er í boði og er hún 140 hestafla; sterk.
Gírskipting er tveggja kúplinga, sjö gíra sjálfskipt-
ing. Farangursrýmið er 300 lítra; stórt. Þetta er
alvöru sportbíll fyrir okkur öll hin.
Sparigrís
Loksins er SAAB að koma með spennandi bíl.
Nú í vor sýndi SAAB næstu kynslóð af smábíl,
bíl sem er í stærðarflokki á milli Mini og Golf.
Hann fær nafnið 9-1, enda minnstur allra Saab-
bíla. Vélin verður 1,4 L túrbó, sem gefur 200
hestöfl. Þakið er klætt hleðslubatteríum sem
fá orku frá sólarsellum á þakinu ásamt öðrum
venjulegum rafhlöðum undir bílnum. Hann er
sem sagt „hybrid“. Vegna straumlínulögunar
bílsins á meðaleyðslan í blönduðum akstri að
vera 6,4 lítrar á hundraðið og í langkeyrslu rétt
undir 5,0 lítra á hundraðið. Gott á þessum síð-
ustu og verstu tímum.
BMW E30 M3 (1984 - 1991) 192 hö.
Ferrari F430 (2005 - ) 479 hö.
Lotus Elan (1962 - 1973) 105 hö.
Porsche 911 Carrera RS (1972 - 1974) 210 hö.
Volkswagen GTI (1982 - 1988) 112 hö.
Audi Quatro (1980 - 1991) 200 hö.
Benz Motorwagen (1886) 0.9 hö.
Citroen Avant (1934 - 1957) 37 hö.
Mini (1959 - 2000) 36 hö.
Bugatti Veyron 16. ( 2007 - ) 1001 hö.
McLaren F1 (1992 - 1996) 627 hö.
Lamborghini Miura (1965 - 1973) 385 hö.
Mercedes Benz 300 SL (1952 - 1963) 215 hö.
Ferrari F40 (1987 - 1992) 471 hö.
Alfa Romeo 8C 2900 (1937 - 1939) 220 hö.
Lotus 49 (1967 - 1969) 408 hö.
Auto Union (1934 - 1939) 520 hö.
Miller 91 (1926) 188 hö.
Porsche 917 (1969 - 1974) 1518 hö.
Dodge Charger Daytona (1969 - 1971) 426 hö.
Willys jeppinn (1940 - 1962) 60 hö.
Chevrolette Corvette (1953) 150 hö.
Jaguar E (1961 - 1974) 265 hö.
Volkswagen bjallan (1938 - 2006) 57 hö.
Ford Model T (1908 - 1917) 20 hö.
Tuttugu og fimm
Það er alltaf gaman af listum. Tímaritið Automobile fékk alla helstu bílaspekúlanta til að kjósa
25 bestu og merkustu bíla allra tíma. Hér er listinn. Aðeins tveir eru í framleiðslu núna.