Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 K yn n in G K yn n in G Helgi K. Eiríksson lýsingarhönnuður hefur rekið Lumex í rúm 20 ár og verið frumkvöðull hér á landi í heildarlausnum fyrir ljós á heimilum og í fyrirtækjum. Þörfin á ljósa- stýringu á heimilum hefur aukist og slík kerfi eru alltaf að verða full- komnari og ná yfir fleiri þætti og má segja að þau lagi sig að þörfum nútíma- mannsins. Tæknivæðing sem miðast við þarfir á heimilum Undanfarin ár hafa orðið miklar framfarir í tæknimálum hvað varðar lýsingu og aðkomu að ljósum og tækjum á heimilum sem og í fyrirtækjum og hefur Lumex verið fremst í flokki fyrirtækja að koma þessari tækni á framfæri hérlendis. Lumex hefur í rúm tuttugu ár verið í fararbroddi með ljós sem sameina gæði og hönnun og fór strax í upphafi að veita heildarlausnir í tæknimálum, sem felur í sér þarfagreiningu svo hægt sé að klæðskerasauma búnað eftir þörfum og kröfum hvers og eins. Helgi K. Eiríksson lýsingarhönnuður, sem stofnaði Lumex ásamt fjölskyldu sinni segir, að heimilin í dag séu að verða stærri og opnari og öll rými að tengjast betur saman: „Þörfin á ljósastýringu á heimilum hefur aukist og kemur slíkt kerfi í stað- inn fyrir ljósarofa sem voru úti um alla íbúð. Kerfin eru alltaf að verða fullkomnari og ná yfir fleiri þætti og má segja að þau lagi sig að þörfum nútímamannsins. Má nefna að aukist hefur að vera með rafdrifna glugga í húsum og er hægt að tengja opnun gluggana inn í kerfið og í sumum tilfellum forritum við heimilin þannig að þau lofta sig sjálf þó enginn sé heima, gluggar opnast tvisvar á sólarhring til að hreinsa út loftið. Þá geta þessi kerfi stýrt hljóði, mynd, öryggiskerfum, hitanum í gólfum og fylgst með vissum hlutum á heimilinu og sagt til um stöðu mála. Í nýj- ustu kerfunum er hægt að tengja stýringuna inn á heimasíðu og skoða hvar sem er í heiminum og meðal annars er hægt að fara inn á myndavélar sem eru tengdar stýrikerfinu. Lýsingakerfið er hægt að stilla þannig að það gefur ávallt til kynna ef einhver sé heima. Innbyggð sparnaðarlýsing, sem kveikir og slekkur á einu ljósi og annað tekur við, sér um það. Mikið öryggi er í slíku þegar fjölskyldan bregður sér til útlanda. Það er alltaf eins og einhver sé heima.“ Helgi er spurður hvort slíkt stýrikerfi sé ekki flókið fyrir hinn almenna neytanda. „Alls ekki, kerfið er mjög notendavænt og auðvelt að læra á það. Það er að aukast að kerfin séu með snertiskjá og eru sérlausnir keyrðar frá skjánum. Rofar eru áfram á veggjum en þá eingöngu til að slökkva og kveikja og bæta eða deyfa lýsingu. Það er orðið langt síðan við byrjuðum að setja sjálfvirkar ljósastýr- ingar á heimilin og í fyrirtæki og hefur sú starfsemi aukist mikið hjá okkur, en við höfum alltaf starfrækt teiknistofu samhliða versl- uninni þar sem unnið er eftir þörfum hvers og eins. Í dag er þessi stafsemi stór í sniðum og til að fullvissa okkur um að lýsingin, sem við hönnum, sé notuð á þann hátt sem við hugsum hana þá mælum við með stýrikerfum og þeir sem á annað borð byrja að nota slík kerfi vilja ekki annað. Flest nýbyggð hús eru búin slíkum stýrikerfum, mis- jafnlega fullkomnum. Hægt er að taka grunnkerfi og byggja síðan við það eftir þörfum heimilisins.“ Lumex
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.