Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Síða 101

Frjáls verslun - 01.03.2008, Síða 101
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 101 Volvo XC90 er stærsti bílinn í Volvofjölskyldunni, 7 manna lúxsusjeppi sem er ákaflega þægilegur í öllum meðförum. Hann er stór, en ekki of stór, dísilvélin er sparneytin, miðað við bíl sem er yfir 2.000 kíló. Og öruggur. Það er það sem Volvo setur á oddinn. Bílinn liggur það vel, að niður Kambana, þar sem Vegagerðin mælir með 50 kíló- metra hraða í beygju, er bæði auðvelt og þægilegt að fara hana mun hraðar. Gott mál. Ég held að miðað við þá 500 kílómetrana sem ég ók bílnum sé hægt að segja þetta um Volvo XC90: Hann hefur framúrskarandi örugga akst- urseiginleika. Með dísilvélinni er hann ekki snarpasti bíllinn innanbæjar, en kominn á ferð er aflið í vélinni feikigott, enda togið heilir 400 Newton metrar, sem gerir framúrakstur bæði þægilegan og áreynslu- lausan. Stjórntæki, sæti og frágangur eru til fyrirmyndar. Jafnvel með þriðju sætaröðina uppi er þokkalegt rými eftir í skottinu fyrir skíðaklossa eða dagsferðatöskur. Volvo XC90 kom á mark- aðinn fyrir rúmum fimm árum og varð þegar mestseldi Volvoinn í Bandaríkjunum. Hann er fyrst og fremst rúmgóður fjórhjóladrifsbíll. Hann er ekkert torfærutröll. Til að létta hann og gera hann þægilegri í akstri er hann ekki hafður með milli- kassa; lágt drif. Bíllinn er með sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli sem kemur mjög vel út. Fyrst og fremst er hann þó framdrif- inn. En þegar eitthvað bjátar á í undirlaginu verður hann fjór- hjóladrifinn á brota-brota-broti úr sekúndu. Eyðslan á dísilvélinni í Volvo XC90 er eins og á góðum fólksbíl. Í blönduðum akstri var hann með tæpa 10 lítra á hundraðið, og í langkeyrslu var eyðslan um 7 lítrar þó honum væri ekið á 91 km hraða að jafnaði á klukkustund. Býsna gott. Umboðsaðili Brimborg. Sænskt gæðastál Páll Stefánsson reynsluekur Volvo XC90 Volvo XC90 er stærsti bíllinn í Volvofjölskyldunni, 7 manna lúxsusjeppi. Lífsstíll
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.