Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 96
lífsstíll
96 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8
Ferðalög:
fjölskyldunni þjappað saMan
Auður Ósk Þórisdóttir. „Við hjónin erum bæði í krefjandi störfum og
förum með sonum okkar tveimur til útlanda um tvisvar á ári til að
þjappa fjölskyldunni saman.“
Auður Ósk Þórisdóttir, for-
stöðumaður endurskoðunar-
sviðs KPMG, fór til útlanda í
fyrsta skipti þegar hún var 11
ára. Þá lá leiðin til Danmerkur.
Næstu ferð fór hún þegar hún
var orðin fullorðin. Þá byrjaði
boltinn að rúlla og hefur ekki
stoppað síðan, en ferðalög til
útlanda er eitthvað sem Auður
Ósk hefur gaman af.
„Við hjónin erum bæði í
krefjandi störfum og förum
með sonum okkar tveimur
til útlanda um tvisvar á ári
til að þjappa fjölskyldunni
saman. Það hefur gefist okkur
vel að „kúpla út“ á þennan
hátt. Við leigjum þá oftast
hús og erum þar í 10 daga til
tvær vikur.“ Hjónin hafa leigt
hús eða skipt á húsum við
þarlendar fjölskyldur, meðal
annars í Bandaríkjunum – og
þá á Flórída og í Kaliforníu,
- í Danmörku, Frakklandi, á
Ítalíu, Spáni og í Englandi.
Fjölskyldan spilar oft golf og
farið er í skemmtigarða með
synina sem eru 10 og 15 ára.
Fjölskyldan er nýkomin frá
Tenerife og í sumar verður
haldið til Flórída þar sem er
nóg af golfvöllum og skemmti-
görðum.
Björg Kristinsdóttir er sælkeri mánaðarins.
Sælkeri mánaðarins:
eitthvað seM ölluM líkar
Björg Kristinsdóttir, for-
stöðumaður eignastýringar
hjá SPRON Verðbréfum, er
sælkeri mánaðarins.
„Þetta er mjög einfaldur,
góður og fljótlegur kjúklinga-
réttur sem ég fékk frá Jónu
vinkonu minni en uppskriftir
frá henni klikka ekki. Ég hef
eldað þennan rétt mjög oft
og þetta er eitthvað sem
öllum líkar.“
Marbella kjúklingur
ca. 800 gr kjúklingabringur
(má nota kjúklingaleggi)
4-6 hvítlauksrif (marin) - má
vera meira
¼ bolli oregano
salt og pipar
½ bolli rauðvínsedik eða
balsamik vinegar
½ bolli olívuolía
1 bolli steinlausar sveskjur
½ bolli grænar ólífur (skera
í tvennt)
½ bolli capers og smá lögur
6 lárviðarlauf
1 bolli púðursykur
1 bolli hvítvín
Blanda öllu saman NEMA
púðursykri og hvítvíni og
marinera yfir nótt.
Allt sett í eldfast
mót. Hella hvítvíni yfir og
síðan strá púðursykri yfir og
baka við 175 gráður í ca. 20
til 30 mínútur.
Gott að bera fram með
hrísgrjónum, salati og
brauði.