Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 8

Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 8
KYNNING8 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 E skill er eitt öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki landsins á sviði veflausna. Fyrirtækið smíðar, útfærir og veitir leiðsögn um uppsetningu og efnistök vefsvæða. Mikið er lagt upp úr góðri hönnun og faglegri ráðgjöf, en starfsmenn Eskils sinna einnig margbreytilegum sérverkefnum í hugbúnaðargerð. Þann 1. september í fyrra sameinuðust fyrirtækin Innn og Eskill undir merkjum Eskils. Bæði fyrirtækin eiga sér langa og farsæla sögu í hugbúnaðargerð sem teygir sig allt aftur til ársins 1997. Innn hafði lagt kapp á sérhæfingu í veflausnum og á vöruþróun vefumsjónarkerfis­ ins LiSA sem er eitt af útbreiddari íslenskum vefkerfum. Starfsmenn Eskils höfðu aftur á móti unnið í hugbúnaðarverkefnum fyrir mjög stóra viðskiptavini, í veflausnum í vefkerfinu NetQbs, og höfðu til­ einkað sér sérþekkingu á Microsoft SharePoint. Stór og millistór fyrirtæki Sigrún Eva Ármannsdóttir er fram­ kvæmdastjóri Eskils og segir hún fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við öll þau verkefni sem til þeirra koma, stór sem smá: „Sér­ staða okkar felst í því að við höfum í mörg ár séð um og sérhæft okkur í veflausnum og innan fyrirtækisins er því mikil reynsla og menntun. Sú áhersla sem fyrirtæki í dag leggja á netsíður sínar er byggð á þeirri staðreynd að margir hefja viðskipti við fyrirtæki yfir Netið, hvort sem það er til að skoða þjónustu­ og vöruframboð, upplýsingar eða að versla. Vefsíða fyrirtækis er ásjóna þess út á við og fagleg framsetning upplýsinga á Netinu eykur traust. Innri vefir byggja í raun á sömu hugmynd, nema hvað slíkur vefur er einungis ætlaður starfsmönnum viðkomandi fyrirtækis. Viðskiptavinir okkar eru fjölbreyttir og starfa á nær öllum sviðum atvinnulífsins. Við einbeitum okkur að stórum og millistórum fyrir­ tækjum og stofnunum, þó svo að minni fyrirtæki leiti einnig oft til okkar. Við leggjum mikla áherslu á að laga sérfræðivinnu okkar að stefnumörkun fyrirtækja, hvort sem er í viðmótshönnun eða grafískri hönnun. Við sendum frá okkur fjölbreytta vefi sem eru lagaðir að hverjum viðskiptavini fyrir sig en það gerum við meðal annars með því að vera í nánu sambandi við viðskiptavini okkar. Eskill er ekki að selja hilluvöru heldur er virkilega verið að huga að því hvernig framsetning efnis á vefsíðum þjónar markmiðum fyrirtækja. Verkefni okkar er því að setja okkur í spor notenda og einfalda aðgengi að vörum og þjónustu.“ Vefsíðan er þinn eigin fjölmiðill Auglýsing sem aldrei hverfur Sigrún Eva Ármannsdóttir, framkvæmdastjóri Eskils, og Óli Freyr Kristjánsson verkefnastjóri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.