Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2007, Page 212

Frjáls verslun - 01.05.2007, Page 212
212 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 7 K Y N N IN G Saga Capital var stofnað í október í fyrra af nokkrum fyrrverandi starfsmönnum íslensku viðskiptabankanna og völdum fagfjár-festum. „Við höfum öll rekið svona fyrirtæki áður og það reyndist okkur því mjög auðvelt að byggja upp innviði fyrirtækisins, afla starfs- leyfis og marka okkur stefnu. Okkur gekk vel að fá fjárfesta til liðs við okkur og eigið fé bankans nemur um 10,6 milljörðum króna. Við erum að gera það sem við kunnum best,“ segir Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Saga Capital og einn af stofnendum bankans. „Við leggjum áherslu á að miðla reynslu okkar í markaðsviðskiptum á alþjóðlegum mörkuðum ásamt lánasviði sem fjármagnar stærri verkefni, sem og fyrirtækjaþjónustu, til dæmis við samruna og yfirtökur. Einnig tökum við virkan þátt í stöðutöku á alþjóðlegum mörkuðum.“ Saga Capital einbeitir sér að fyrirtækjaverkefnum af stærðar gráðunni 500 til 5.000 milljónir króna. „Við erum að fylla skarð sem okkur finnst hafa myndast á markaðnum eftir að stærstu bankarnir urðu stórir á alþjóð- lega mælikvarða. Það varð til þess að millistór fyrir tæki hérna heima sátu eftir og við teljum okkur vel geta veitt þeim þá þjónustu sem þau þurfa, byggða á faglegum forsendum og gríðarlegri reynslu. Við höfum stimplað okkur inn á markaðinn og ætlum að verða einn af lykilaðilum á íslenskum fjármagnsmarkaði og látum einnig til okkar taka á erlendum mörkuðum, enda erum við með aðild að öllum norrænu OMX kaup- höllunum og afleiðumörkuðum þeirra og erum að sækja um víðar.“ Gott að vera á Akureyri Starfsmenn eru í kringum 25 og höfuðstöðvar bankans eru á Akureyri. Helga Hlín segir suma hafa undrað sig á stað- setningunni. „Í þessari starfsemi skiptir nákvæmlega engu máli hvort fyrirtækið er staðsett á Akureyri, Húsavík, í London eða New York. Í dag gera tækni og góðar samgöngur okkur kleift að vinna hvar sem er og nánast hvenær sem er,“ segir hún sem sjálf er borin og barnfædd á Akureyri og segir fjölskylduvænt og afslappað umhverfi með fjölbreytta útivistarmöguleika skila sér í ánægðu starfsfólki og góðum afköstum. Ungar konur þurfa fyrirmyndir Helga Hlín hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið viðloðandi fjármálaheiminn lengi. „Ég byrjaði í þessum bransa þegar ég var á fjórða ári í lagadeildinni, árið 1996, fyrst hjá Verðbréfaþingi Íslands sem er Kauphöllin í dag, og færði mig svo yfir í nýstofnaðan Fjárfestingabanka atvinnulífsins árið 1998 svo ég þekki vel umhverfi nýstofnaðra fjárfestingabanka.“ Helga Hlín tók síðar þátt í samruna FBA við Íslandsbanka árið 2000 en flutti sig yfir til Straums-Burðaráss árið 2006 og starfaði þar þangað til hún kom í stofnendahóp Saga Capital í upphafi þessa árs. Hún segir að konur hafi ekki verið margar í fjármálaheiminum til að byrja með en að það sé að breytast. „Konum hefur fjölgað mikið á síðustu árum og vonandi verður framhald þar á. Ég held að það sé mjög mikilvægt að gefa ungum konum fyrirmyndir og sýna þeim fram á að það er þörf fyrir þær líka, alveg eins og strákana.“ SAGA CAPITAL FJÁRFESTINGARBANKI HF.: Gerum það sem við kunnum best Helga Hlín Hákonardóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu úr fjármálaheim- inum. Hún er framkvæmdastjóri lögfræði- sviðs Saga Capital fjárfestingarbanka hf. og einn af stofnendum bankans. „Við erum að fylla skarð sem okkur finnst hafa myndast á markaðnum eftir að stærstu bankarnir urðu stórir á alþjóðlega mælikvarða. Það varð til þess að meðalstór fyr- irtæki hérna heima sátu eftir og við teljum okkur vel geta veitt þeim þá þjónustu sem þau þurfa, byggða á faglegum for- sendum og gríðarlegri reynslu.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.