Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 8

Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 8
8 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 Þú þarft að ræða í alvöru við starfsmann þinn. Samtal ykkar er mikilvægt og eins gott að klúðra því ekki. Hvað ber að varast? Stjórnunarfræðingar halda því fram að flestir yfirmenn á vinnustað geri allir sömu vitleys- urnar þegar þeir þurfa að ræða við starfs- mann undir fjögur augu. Sænska stjórnunar- ritið Chef hefur þessi ráð í stöðunni: 1. Við og ég: Rangt: Það er algeng villa að segja alltaf „við“ í stað þess að tala fyrir sig sjálfan. Afleiðingin er að starfsmaðurinn veit ekki hverjir þessir „við“ eru. Hann verður óöruggur og lendir í vörn í viðtalinu. Rétt: Segðu þess í stað „ég held“ og „mér finnst“. Þá veit starfsmaðurinn í það minnsta að hann er að tala við þig og þú við hann. 2. Orð og atferli passa ekki saman: Rangt: Ef þú horfir niður í pappíra þína eða bara út um gluggann á meðan þú talar verður starfsmaðurinn óöruggur; honum finnst þú hrokafull(ur) og áhugalaus. Með slíkri framkomu skiptir engu máli hvað þú segir – það missir alltaf marks. Rétt: Snúðu þér að viðmælanda þínum, horfðu í augu hans og sýndu áhuga. Og ekki tala með krosslagðar hendur. 3. Ekki tala of hratt: Rangt: Þú talar of hratt og þá er hætta á að starfsmaðurinn skilji alls ekki hvað þú ert að segja. Honum finnst þú stressuð/stress- aður, áhugalaus og jafnvel hrædd(ur). Rétt: Talaðu hægt, jafnvel svo að þér finnst þú tala mjög hægt. Þetta hefur þau áhrif að starfmanninum finnst sem þú viljir hlusta á hann. 4. Ekki tala niðurlægjandi: Rangt: Samtalið fer alveg út um þúfur ef þú hæðist að því sem starfmaðurinn segir eða gerir lítið úr honum. Allt er unnið fyrir gýg og starfsmaðurinn finnur til réttlátrar reiði gagnvart þér. Rétt: Best er að hafa stór eyru og lítinn munn! Það er ekki þitt hlutverk að gagnrýna viðhorf viðmælanda þíns jafnvel þótt þú sért ósammála. 5. Ekki spyrja of margra spurninga í einu: Rangt: Margar spurningar í röð valda óöryggi og efa. Starfsmaðurinn veit ekki hverju hann á að svara, hann svarar fáu og gleymir spurningunum. Þú færð ekki fleiri svör við að spyrja í sífellu. Rétt: Bara eina spurningu í einu og byrjaðu á spurnarorðum eins og „hvað“, „hvernig“ eða „hvenær“. Forðastu orð eins og „hvers vegna“. Í því felst ásökun og starfsmaðurinn lendir í vörn. 6. Leiðandi spurningar: Rangt: Yfirleitt svarar starfsmaðurinn bara játandi eða neitandi ef hann fær leiðandi spurningu. Hann lítur ekki á þetta sem sam- tal. Leiðandi spurningar má aðeins nota til að fá eitthvað staðfest. Til dæmis: „Fórst þú síðast af skrifstofunni?“ Rétt: Hafðu spurningar opnar þannig að starfsmanninum finnist að þú viljir í raun og veru vita skoðun hans. Starfsmaðurinn fær þá tækifæri til að skýra mál sitt. Dæmi: „Hvað finnst þér að við getum gert til að leysa vandann?“ 7. Ekki túlka upp á nýtt það sem starfs- maðurinn segir: Rangt: Algeng villa er að túlka og end- ursegja það sem starfsmaðurinn sagði. Miklar líkur eru á að þín túlkun sé röng og starfsmanninum finnist að þú hafir ekki hlustað. Rétt: Hlustaðu af athygli og spurðu nýrra spurninga til að fá staðfestingu á að þú hafir skilið rétt. Til dæmis: „Skil ég það rétt að þú hafir reiðst mér vegna ...?“ 8. Óttinn við þögnina: Rangt: Óttinn við þögnina er algengur. Sumt fólk vill hugsa sig um áður en það svarar en aðrir svara alltaf með fáum orðum. En þögnin er ekki hættuleg. Starfsmanninum getur fundist að þú vaðir yfir hann ef hann fær ekki að hugsa sig um og það verður smáþögn. Rétt: Gefðu þér og viðmælanda þínum góðan tíma. Vandlega hugsað svar er betra en vanhugsað. Og það er merki um stress að þola ekki þögn. S T j Ó R N u N a R m O L I TExTI: gísli kristjánsson Samtal út um þúfur YFIRMAÐUR RæÐIR VIÐ UNDIRMANN:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.