Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 12
Fyrst þetta...
12 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
AFHENTU DYGGÐARTEPPI:
Svo forsætisráðherra geti lagst undir feld
Snemma í vor afhentu nokkrar stjórnarkonur
LeiðtogaAuðar Jóhönnu Sigurðardóttur for-
sætisráðherra kveðjur hópsins, hvatningu og
gjöf í nafni LeiðtogaAuðar. Þetta voru þær
Hrund Rudólfsdóttir, Guðrún Högnadóttir og
Jóhanna Waagfjörð.
Gjöfin var íslenskt „Dyggðarteppi“ sem
forsætisráðherra gæti nýtt til að „leggjast
undir feld“ og taka ákvarðanir í takt við sönn
gildi Íslendinga.
Hvatningin var í formi 10 „varða“, sem
voru afrakstur vinnu félagskvenna einn eft-
irmiðdag í Bláa Lóninu í janúar síðastliðnum.
Vörðurnar voru svör vinnuhópa við því
hvaða forgangsmál LeiðtogaAuður teldi vera
mest afgerandi fyrir nýja ríkisstjórn að koma
í farveg sem allra fyrst.
Kveðjan var í formi yfirlýsingar um að
konurnar í LeiðtogaAuði gæfu kost á sér í
mikilvæg verkefni framundan, m.a. í formi
nefnda- og stjórnarsetu, ráðgjöf og rýni,
vinnuhópum og fleiru og bæru ábyrgð á
áframhaldandi farsæld þjóðarinnar.
Það var stoltur hópur LeiðtogaAuða sem
átti góða stund með forsætisráðherra og var
kveðjum hennar og þakklæti komið á fram-
færi til félagskvenna.
Dyggðarteppið afhent í forsætisráðuneytinu. Frá vinstri: Hrund Rudólfsdóttir hjá Marel, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Guðrún
Högnadóttir, lektor Háskólanum í Reykjavík, og Jóhanna Waagfjörð, framkvæmdastjóri Haga.