Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.05.2009, Qupperneq 15
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 15 Og kaupendur eru yfirleitt menn sem ekki spyrja fyrst um verð heldur gæði. Bandaríska viðskiptaritið Forbes hefur kjörið Koenigsegg sem einn af tíu fallegustu bílum sögunnar. „Við vorum afskaplega ánægð með þá viðurkenningu,“ segir Halldóra. Fæddur uppfinningamaður Christian maður hennar er yfirhönnuður og uppfinningamaður fyrirtækisins. Hann hefur enga formlega tæknimenntun að baki en „hefur tækniþekkinguna í sér“ segir Halldóra og hlær. „Þetta er meðfætt,“ segir hún. „Hann er fæddur uppfinningamaður.“ Sjálf lagði hún stund á viðskiptafræði og markaðsstjórn og sér um fjárreiður fyrirtæk- isins, markaðsmál og starfsmannastjórn. Og svarar fjölmiðlum. Núna vinna 45 manns í föstum störfum hjá Koenigsegg auk þess sem fimm sér- fræðingar vinna sjálfstætt fyrir fyrirtækið. Alls er þetta því 50 manna vinnustaður. Núverandi eigandi Saab, General Motors, var stærsti bílaframleiðandi heims. Koeningsegg er á hinn bóginn með minnstu bílasmiðjum þótt vörumerkið sé frægt um allar jarðir. Það er sagt um Christian von Koenigsegg að hann hafi allt frá æskuárum átt sér draum um að búa til hinn fullkomna sportbíl. Árið 1994 þegar hann var 22 ára hófst hann handa með hjálp lítils hóps vélvirkja og stuðningi frá Volvo og Ford. Í fyrstu var vélin frá Ford en bíllinn var prófaður í vindgöngum hjá Volvo. Hraðskreiðasti götubíll sögunnar Núna framleiðir Koenigsegg líka vélina í flaggskipið Koenigsegg CCx. Það er nett kerra sem nær 100 kílómetra hraða á 3,2 sekúndum og hefur mælst á 417 kílómetra hraða á klukkustund samkvæmt opinberum gögnum. Koenigsegg CCx mun vera hrað- skreiðasti sportbíll sögunnar. Halldóra er hins vegar ekki bíladellukona. Fjármál og rekstur eru hennar fag. Og fjöl- skyldulífið. Þau hjón eiga tvo syni, þriggja og átta ára. Þuríður móðir Halldóru býr í Helsingjaborg og vinnur þar með núverandi eiginmanni sínum á tannlæknastofu þeirra hjóna. Tryggvi er í Bandaríkjunum og kvæntur þar. Bílasmiðja Koenigsegg er nú að 49 prósent hluta í eigu norska fjárfestisins Bård Eker. Hann og fleiri peningamenn frá Noregi hafa mikinn hug á að eignast Saab. Í sumar ræðst væntanlega hvort fjár- festar að baki Koenigsegg ná að draga saman fjármagn til að kaupa Saab. Það er stærðarmunur á þessum fyrirtækjum: Saab framleiðir nær 100 þúsund bíla á ári en Koeningsegg bara 20. Og nú ætlar Davíð að bjarga Golíat. Halldóra Tryggvadóttir von Koenigsegg framkvæmdastjóri Koenigsegg bílasmiðjunnar. Hvað er Koenigsegg? 1972: Christian Erland Harald von Koenigsegg fæðist í Stokkhólmi. 1977: Sér fimm ára gamall brúðumyndina Álfhól. Þar segir frá reiðhjólaviðgerðamann- inum Reodor Felgen og kappakstursbíl hans: Il Tempo Gigante. Christian ákveður að fylgja í hjólför Felgens. 1992: Stofnar fyrirtækið Alpraaz og hefur verslunarviðskipti í Stokkhólmi. Græðist fé. Alpraaz er einn eigenda Koenigsegg. 1994: Stofnar með aðstoð Volvo og Ford bílasmiðjuna Koenigsegg til að framleiða hinn fullkomna sportbíl: Koenigsegg CC. 1996: Koenigsegg CC sýndur opinberlega í fyrsta sinn. !997: Fyrirtækið fær aðstöðu á herflugvelli nærri Ängelholm á Skáni. Fær leyfi sænska flughersins til að prófa bíla sína á vellinum. 1998: Framleiðsla á Koenigsegg CC hafin. 2002: Ný útgáfa, Koenigsegg CC8S, kynnt. Fyrsti löglegi götubíllinn seldur. 2003: Stórbruni hjá Koenigsegg í Ängelholm og endurbygging. 2004: Enn ný útgáfa, Koenigsegg CCR, kynnt. 2005: Koenigsegg CCR skráður í heims- metabók Guinness sem hraðskreiðasti götubíll sögunnar. 2006: Núverandi útgáfa, Koeningsegg CCx, sýndur í fyrsta sinn. 2007: Afbrigðið Koenigsegg CCxR með vistvænni vél kynnt. 2008: Koenigsegg CCx slær met Koenigsegg CCR sem hraðskreiðasti götubíllinn. 2009: Viðræður um kaup á Saab.3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.