Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 21

Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 21
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 21 s t j ó r n u n Nú, þegar verkefnið er að endurhugsa framtíðina og ákveða hvernig við viljum að hún verði, getum við líka endurhugsað stjórnunarhætti í fyrirtækjum og hvernig við ákveðum hverjir eru ,,hæfastir“ til að gegna ákveðnum störfum og stöðum. Margir þeirra sem áður voru í framlínu og forystu viðskiptalífsins hafa þurft að stíga til hliðar, og við það skapast tómarúm. Hvernig við fyllum það tómarúm mun hafa úrslitaáhrif á það hvernig okkur tekst að vinna úr þeim áskorunum sem við okkur blasa á næstunni.“ Og áfram: „Árhundruðum saman voru konur ekki í forystu, hvorki hér á landi né annars staðar. Það var ekki til siðs, bæði karlar og konur töldu að konur gætu ekki stjórnað og það sem auðvitað var langtum verra – bæði karlar og konur héldu að konur hefðu ekki andlega burði til að stýra sínu eigin lífi. Auðvitað vitum við árið 2009 að þetta er alrangt. Konur leiða og stjórna hins vegar oft á annan hátt en karlar og það reynist ekki endilega öllum auðvelt að sætta sig við. Eftir því sem fleiri konur taka að sér stjórnunar- og forystustörf, því sjálfsagðara og einfaldara verður það fyrir aðrar konur að leita eftir því sama.“ Konur beita lýðræðislegum stjórnunar- háttum, taka tillit til einstaklinga og eru duglegar við að umbuna og hrósa. Þetta segja rannsóknir að minnsta kosti en auðvitað er einstaklingsmunur á stjórnunarháttum kvenna líkt og karla. „Konur eru jafnframt duglegar við að afla sér upplýsinga áður en þær taka ákvarðanir, íhuga samhengi hlutanna og hugsa til lengri tíma. Þetta eru þættir sem skipta máli. Starfsfólk vill láta taka eftir því sem það gerir vel og hafa áhrif og fyrirtæki þurfa að hugsa til langs tíma og huga að því umhverfi sem þau starfa í, vilji þau vaxa og dafna til framtíðar. Þetta eru atriði sem virðast sjálfsögð – en geta orðið undir þegar hraðinn er mikill og upp- hæðirnar stórar. En eins og í mörgu er jafnvægið best – þekkt bandarísk fræðikona segir þetta: „Konur og karlar eru eins og tveir fætur – þau þurfa hvort á öðru að halda til að komast áfram.“ Að sögn Huldu hafa fjölmargar íslenskar konur náð langt í viðskiptalífinu. „Þær eiga og reka fyrirtæki og stofnanir og gera það með miklum krafti og sóma. Allar þessar konur eiga það sameiginlegt að hafa tekið áhættu. Þær hafa sagt já þegar krefjandi og ábyrgðarmikil störf hafa boðist þeim, þær hafa leitað eftir slíkum störfum eða þær hafa lagt í uppbyggingu á eigin rekstri.“ Hulda Dóra segir að bjartsýni og seigla séu þau orð sem fyrst koma upp í hugann þegar hún hugsa um viðhorf þeirra fjölmörgu forystukvenna sem hún hafi talað við und- anfarna mánuði í kjölfar bankahrunsins. „Þær trúa því að það muni birta til. Engin þeirra efast samt eitt andartak um að næstu mánuðir verða erfiðir fyrir íslenskt samfélag. En uppgjöf er ekki valkostur í þeirra huga. Eina leiðin út úr vandanum er að takast á við hann.“ Hulda Dóra styrmisdóttir, stjórnarformaður nýja Kaupþings banka, hefur kennt námskeiðið Konur og stjórnun. Hún ræðir hér um stjórnun kvenna, sem og þá spurningu hvort konur muni missa af lestinni þegar kemur að því að losa um ríkisvæðinguna og selja fyrirtæki bankanna. Mynd: geir ólafsson „Mín svör við þeim áhyggjum hafa verið á einn veg. Fyrirtæki bankanna verða seld þeim sem hafa á þeim áhuga og vilja og getu til að kaupa þau. Það er áhættusamt að kaupa fyrirtæki og kaupendur verða að vera tilbúnir til að taka þá áhættu.“ Bjóða konur í ríkisfyrirtækin?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.