Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
rannveig rist, forstjóri alcan á íslandi.
ragnhildur geirsdóttir, forstjóri Promens.
Hrund rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Marel.
erna indriðadóttir, framkvæmdastjóri hjá alcoa Fjarðaáli.
ruth elfarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá alcoa Fjarðaáli.
Birna Pála kristinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá alcan á íslandi.
Jakobína Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá alcan á íslandi.
rannVeig risT,
forstjóri Rio Tinto-Alcan á Íslandi.
Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í kreppunni?
Í hvaða úrbótum er það að vinna?
Við höfum sýnt aðhald í rekstri; lagað hluta framleiðslunnar
að breyttri eftirspurn til að tryggja að við gætum selt alla
framleiðsluna; stuðlað eins og við getum að því að fólk héldi
ró sinni og byggi við öryggi og lagt höfuðáherslu á að tryggja
að ekki slaknaði á öryggiskröfum eins og hætt er við að geti
gerst við svona aðstæður.
Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveiflunni fyrir
þitt fyrirtæki?
Það er hugsanlegt að álframleiðendur njóti frekar sannmælis
eftir svona kreppu en fyrir hana.
Ríkisvæðingin er mikil. Hvað lengi eiga ríki og bankar
að reka einkafyrirtækin sem þau taka yfir?
Aðalatriðið er að öllum gefist kostur á að koma að rekstri
fyrirtækjanna í stað þess að það sé lokað ferli sem fáir
útvaldir koma að; þannig virkjum við kraftinn og þekkinguna
sem liggur hjá þeim fjölda hæfileikafólks sem jafnvel er
atvinnulaust í dag.
Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnulífið við?
Að aðaláherslan verði á raunverulega verðmætasköpun og
tekjuöflun fyrir þjóðfélagið.
Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun?
Að vita hvað maður vill en kalla jafnframt eftir ólíkum sjón-
armiðum.
Framtíðin í sex orðum?
Óviss, spennandi og full af tækifærum.
Rannveig situr í stjórn Samtaka atvinnulífsins, Skipta og Eþikos.
iðnaður