Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
ÞJónuSta
guðnÝ rósa ÞorVarðarDóTTir,
framkvæmdastjóri Parlogis
Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið við kreppunni? Í
hvaða úrbótum er það að vinna?
Við höfum lagt aukna áherslu á hagkvæmni í öllum ferlum
vörustjórnunar og daglegum rekstri. Sú vinna hefur þegar skilað
sér í lægri rekstrarkostnaði og auknum áreiðanleika. Auk þess vinn-
um við í því að auka þjónustuframboðið fyrir viðskiptavini okkar.
Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveiflunni fyrir þitt
fyrirtæki?
Sterkari liðsheild og meiri skilningur á því að hagkvæmni næst
ekki nema með samstilltu átaki allra.
Ríkisvæðingin er mikil. Hve lengi eiga ríki og bankar að reka
einkafyrirtækin sem þau taka yfir?
Það ætti að vera markmiðið að selja fyrirtækin um leið og þau eru
söluhæf og viðunandi verð fæst.
Hvað viltu sjá gert til að rétta atvinnulífið við?
Það mikilvægasta fyrir fyrirtæki í dag er að koma á stöðugleika
með minni gengissveiflum, sterkari gjaldmiðli og lægri vöxtum.
Ég styð aðildarviðræður við ESB en það eitt og sér nægir ekki.
Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun?
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig.
Framtíðin í sex orðum?
Spennandi og full af daglegum áskorunum.
Margrét guðmundsdóttir,
forstjóri icepharma.
guðný rósa Þorvarðardóttir,
forstjóri Parlogis.
MargrÉT guðMunDsDóTTir,
forstjóri Icepharma hf.
Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í kreppunni?
Í hvaða úrbótum er það að vinna?
Við höfum brugðist við með aðhaldi í rekstrarkostnaði, sér-
staklega á þeim kostnaðarliðum sem ekki eru vísitölutengdir.
Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveiflunni fyrir
þitt fyrirtæki?
Mér finnst að við, það er starfsmenn Icepharma, höfum orðið
enn sterkari sem hópur.
Ríkisvæðingin er mikil. Hvað lengi eiga ríki og bankar að
reka einkafyrirtækin sem þau taka yfir?
Það er mjög mikilvægt að bankar séu ekki allt of lengi að reka
fyrirtæki en hins vegar þarf að huga að því að sanngirni sé
gætt við sölu þeirra að nýju.
Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnulífið við?
Lækkun vaxta, leiðréttingu gengis og aðildarviðræður við ESB.
Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun?
Heiðarleiki og að það sé samhengi á milli orða og athafna.
Framtíðin í sex orðum?
Endurnýjun, viðskiptasiðferði, uppruni, ESB, samvinna og
virðing.
Hún er formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, FÍS, og situr í
stjórn Eignarhaldsfélagsins Lyngs ehf.